Fara í innihald

Mike Pompeo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mike Pompeo
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
26. apríl 2018 – 20. janúar 2021
ForsetiDonald Trump
ForveriRex Tillerson
EftirmaðurAntony Blinken
Forstjóri CIA
Í embætti
23. janúar 2017 – 26. apríl 2018
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 4. kjördæmi Kansas
Í embætti
3. janúar 2011 – 23. janúar 2017
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. desember 1963 (1963-12-30) (61 árs)
Orange, Kaliforníu, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiLeslie Libert (skilin)
Susan Pompeo
Börn1
HáskóliWest Point
Harvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Michael Richard Pompeo (f. 30. desember 1963) er bandarískur stjórnmálamaður og málafærslumaður sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá árinu 2018 til ársins 2021. Hann er fyrrum liðsforingi í Bandaríkjaher og var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) frá janúar 2017 til apríl 2018.

Pompeo sat á fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2011 til 2017 fyrir 4. kjördæmi Kansas-fylkis. Hann var jafnframt fulltrúi Kansas í landsnefnd Repúblikanaflokksins og í þingnefnd ítalskættaðra Bandaríkjamanna. Innan Repúblikanaflokksins er Pompeo jafnframt meðlimur í Teboðshreyfingunni.[1]

Donald Trump Bandaríkjaforseti útnefndi Pompeo í embætti utanríkisráðherra í mars árið 2018 eftir að Rex Tillerson var leystur frá störfum.[2] Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti útnefningu Pompeo þann 26. apríl 2018 með 57 atkvæðum gegn 42[3][4][5] og Pompeo tók við embættinu síðar sama dag.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Joel Gehrke (7. ágúst 2014). „Tea-Party Power Endures“. National Review. Sótt 4. október 2019.
  2. „Trump fires Tillerson as secretary of state“. BBC News. 13. mars 2018 – gegnum www.bbc.co.uk.
  3. „Mike Pompeo confirmed as secretary of state, in a move Republicans hope will rebuild morale at the State Department“. The Washington Post (enska). Sótt 4. október 2019.
  4. Harris, Gardiner; Kaplan, Thomas (26. apríl 2018). „Mike Pompeo, Confirmed as Secretary of State, Plans to Quickly Head to Europe“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 4. október 2019.
  5. „Mike Pompeo confirmed as secretary of state“ (enska). CBS News. 26. apríl 2018. Sótt 4. október 2019.
  6. Fox, Lauren; Walsh, Deirdre; Koran, Laura (26. apríl 2018). „Mike Pompeo sworn in as Trump's second secretary of state“. CNN. Sótt 4. október 2019.


Fyrirrennari:
Rex Tillerson
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
(26. apríl 201820. janúar 2021)
Eftirmaður:
Antony Blinken


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy