Fara í innihald

Morrissey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Morrissey (2006)

Steven Patrick Morrissey (fæddur 22. maí árið 1959), betur þekktur sem Morrissey er enskur og írskur tónlistarmaður. Morrissey ólst upp í Manchester og var úr írskri kaþólskri fjölskyldu. Hann fékk ungur mikinn áhuga á tónlist og stofnaði aðdáendaklúbb New York Dolls þegar hann var unglingur. Sem ungur maður tók hann þátt í pönksenu Manchester og varð síðar tónlistarblaðamaður. Hann reis til frægðar sem söngvari og textahöfundur The Smiths sem starfaði frá 1982-1987. Eftir hóf hann sólóferil.

Morrissey flutti til Los Angeles um miðjan 10. áratuginn. Hann sendi frá sér sjálfsævisögu árið 2013. Morrissey greindi frá því 2015 að hann hafi farið í krabbameinsmeðferð. Knattspyrnumaðurinn Robbie Keane er náfrændi hans.

Morrissey hefur verið þekktur fyrir umdeildar skoðanir og yfirlýsingar, þar á meðal um siðleysi kjötáts.

Árið 2006 spilaði Morrissey á Íslandi. [1] Til stóð að hann myndi spila í Hörpu 2015 en hann var ósáttur við að kjöt væri selt í húsinu meðan hann spilaði. [2]

Sólóplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Viva Hate (1988)
  • Bona Drag (1990)
  • Kill Uncle (1991)
  • Your Arsenal (1992)
  • Vauxhall and I (1994)
  • Southpaw Grammar (1995)
  • Maladjusted (1997)
  • You Are the Quarry (2004)
  • Ringleader of the Tormentors (2006)
  • Years of Refusal (2009)
  • World Peace Is None of Your Business (2014)
  • Low in High School (2017)
  • California Son (2019)
  • I Am Not a Dog on a Chain (2020)
  • Without Music the World Dies (2024)
  • Bonfire of Teenagers (óútgefin)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Morrissey í París Rúv. skoðað 26. maí, 2016.
  2. Morrissey vildi ekki koma fram í HörpuRúv. Skoðað 26. mái, 2016.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy