Fara í innihald

Namíbeyðimörkin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hæsta sandalda jarðarinnar, Sandalda 7, er í Namibeyðimörkinni

Namíbeyðimörkin er eyðimörk í Namibíu í sunnanverðri Afríku. Hún er hluti af Namib-Naukluft-þjóðgarðinum sem er einn af stærstu þjóðgörðum Afríku. Eyðimörkin þekur 50.000 ferkílómetra svæði sem teygir sig meðfram Atlantshafsströnd Namibíu. Hún er um 1.600 km löng og 50-160 km breið staðsett að mestum hluta í Namibíu en einnig í suðvesturhluta Angóla. Talið er að hún sé elsta eyðimörk jarðarinnar, um 80 milljón ára gömul, en Benguelastraumurinn veldur hinum miklu þurrkum á þessu svæði. Meðalúrkoman á svæðinu er um 10 mm á ári.

Sólsetur í NamibRand-friðlandinu í Namíbeyðimörkinni.

Í eyðimörkinni eru mikilvægar volfram, salt og demantanámur.

Samverkun vatnsmikils sjávarlofts og hinu þurra lofti eyðimerkurinnar veldur óhemjumikilli þoku og sterkum hafstraumum sem verður til þess að skip á svæðinu villast af leið. Eyðimörkin er ásamt Beinagrindarströndinni til norðurs víðþekkt fyrir það að í henni eru fjölmörg skipbrot, sum allt að 50 metrum inni í landi þar sem eyðimörkin er hægt og rólega að stækka til vesturs.

„Namib“ þýðir risavaxinn á nama, tungumáli innfæddra hottintotta.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy