Newt Gingrich
Newt Gingrich | |
---|---|
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings | |
Í embætti 4. janúar 1995 – 3. janúar 1999 | |
Forveri | Tom Foley |
Eftirmaður | Dennis Hastert |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 6. kjördæmi Georgíu | |
Í embætti 3. janúar 1979 – 3. janúar 1999 | |
Forveri | John Flynt |
Eftirmaður | Johnny Isakson |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 17. júní 1943 Harrisburg, Pennsylvanía, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Jackie Battley (1962–1981) Marianne Ginther (1981–2000) Callista Bisek (2000–) |
Börn | 2 |
Háskóli | Emory-háskóli Tulane-háskóli |
Starf | Stjórnmálamaður, rithöfundur |
Undirskrift |
Newton Leroy „Newt“ Gingrich (fæddur 17. júní 1943) er bandarískur stjórnmálamaður sem gegndi embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá árinu 1995 til ársins 1999. Gingrich sat á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn frá 1979 þar til hann sagði af sér 1999 í kjölfar kosninganna 1998 til Bandaríkjaþings þar sem repúblikanaflokkurinn tapaði 5 þingsætum til demókrata. Gingrich hefur í seinni tíð verið harður gagnrýnandi Barack Obama forseta Bandaríkjanna[1] en Gingrich hefur meðal annars skrifað bókina To Save America: Stopping Obama's Secular-Socialist Machine sem var gefin út 2010.
Ævi og menntun
[breyta | breyta frumkóða]Newt Gingrich var fæddur þann 17. júní árið 1943 í Harrisburg, Pennsylvaníu[2]. Hann lærði sagnfræði við Emory-háskóla í Atlanta og síðar Tulane-háskóla í New Orleans, en við þann síðarnefnda hlaut hann doktorsgráðu í evrópskri samtímasagnfræði árið 1971[3]. Doktorsritgerð Gingrich fjallaði um menntastefnu Belga í Kongó á árunum 1945 til 1960. Að loknu námi tók Gingrich upp kennslu á háskólastigi og kenndi allt fram til 1978.
Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Gingrich bauð sig fram til fulltrúadeildarinnar árin 1974 og 1976 en hafði ekki erindi sem erfiði og þurfti að lúta í lægra haldi fyrir demókratanum Jack Flynt sem var þá fulltrúi á þingi fyrir Georgíufylki, heimafylki Gingrich. Árið 1978 bauð Gingrich sig fram á nýjan leik. Þá gaf Flynt hinsvegar ekki kost á sér til endurkjörs og Gingrich sigraði demókratann Virginia Shapard örugglega [4][5]. Gingrich sat á þingi frá 1979 til 1999.
Í janúar 1995 var Gingrich kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar og varð í kjölfarið, í nokkrum skilningi, andlit repúblikanaflokksins og andstöðu hans gegn þáverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton. Í þingkosningunum 1998 galt repúblikanaflokkurinn afhroð og tapaði 5 sætum til andstæðinga sinna í demókrataflokknum. Í kjölfarið lét Gingrich af embætti sínu bæði sem forseti fulltrúadeildarinnar og sem fulltrúadeildarþingmaður.
Gingrich hefur haldið áfram að vera hávær rödd í bandarískri stjórnmálaumræðu og er tíður gestur í útvarps- og sjónvarpsþáttum sem snúa að stjórnmálum. Gingrich gaf kost á sér í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2012. Hann vann prófkjör Repúblikana í tveimur fylkjum, Suður-Karólínu og Georgíu, en dró sig úr forvalinu þann 2. maí 2012 eftir að ljóst var orðið að Mitt Romney hefði tryggt sér útnefningu flokksins.[6]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gingrich Speech at Southern Republican Leadership Conference, Skoðað 30. september, 2010. [1] Geymt 2 janúar 2011 í Wayback Machine
- ↑ „Biography of Newton Gingrich“. U.S. Congressional Library. 2007. Sótt 18. janúar 2007.
- ↑ Biosketch of Gingrich on Answers.com.
- ↑ „Shapard, Virginia“. Our Campaigns. 23. júní 2007. Sótt 10. október 2008.
- ↑ „Shapard, Virginia - GGDP Library Special Collections - Georgia State University Library“. Library.gsu.edu. 26. janúar 1988. Sótt 5. september 2010.
- ↑ „Newt Gingrich er hættur“. mbl.is. 2. maí 2012. Sótt 6. nóvember 2020 2020.
Fyrirrennari: Tom Foley |
|
Eftirmaður: Dennis Hastert |