Fara í innihald

Ostagerð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferskur geitaostur hengdur upp í ostalérefti til að mysan renni af.

Ostagerð er framleiðsla á osti úr mjólk með ýmsum aðferðum sem ganga út á að fá fram tiltekin einkenni (útlit, bragð, ilm og áferð). Ostagerð var þekkt meðal Forn-Egypta og hefur því verið stunduð í að minnsta kosti 5000 ár.

Ostagerð er aðferð til að varðveita mikilvæg næringarefni mjólkur og lengja þannig líftíma matvörunnar. Hugsanlega hafa hirðingjar sem geyma mjólk í sekkjum gerðum úr mögum dýra uppgötvað að bakteríur og ensím sem finnast í magasekknum gerja og hleypa mjólkina.

Ostur er gerður með því að þétta og skilja kasein og mjólkurfitu frá mysu sem tekur með sér mysuprótein, laktósa og önnur minni prótein. Þetta er gert með sýru, ýmist mjólkursýru sem mjólkursýrugerlar búa til eða annarri sýru. Þegar þéttur ostur er búinn til er ostahleypi bætt við til að þétta og fella ostadraflann úr mysunni. Draflinn er síðan þjappaður saman í ostamóti, sigti eða ostalérefti og mysan látin renna af honum. Oft er salti bætt í til að stöðva sýrumyndun. Til að gera harðost er osturinn pressaður í mótinu.

Ferskostur er borðaður strax eða eftir stuttan tíma en margir ostar eru látnir gerjast allt frá nokkrum vikum að mörgum mánuðum til að fá fram þau einkenni sem sóst er eftir. Stundum er sérstakri myglu bætt við ostinn til að skapa bragð og áferð og auka geymsluþol. Harðostar eru stundum þvegnir með saltpækli, olíu eða áfengi til að búa til æta ostaskorpu, en líka er algengt að hjúpa oststykki með ostavaxi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy