Fara í innihald

Páll 6.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Páll 6.
Páll 6. árið 1969.
Skjaldarmerki Páls 6.
Páfi
Í embætti
21. júní 1963 – 6. ágúst 1978
ForveriJóhannes 23.
EftirmaðurJóhannes Páll 1.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. september 1897
Concesio, Brescia, Ítalíu
Látinn6. ágúst 1978 (80 ára) Castel Gandolfo, Ítalíu
ÞjóðerniÍtalskur (með vatíkanskan ríkisborgararétt)
TrúarbrögðKaþólskur
Undirskrift

Páll 6. (26. september 1897 – 6. ágúst 1978), fæddur undir nafninu Giovanni Battista Enrico Antonio Maria Montini, var páfi kaþólsku kirkjunnar frá 1963 til 1978.

Giovanni Battista Montini fæddist til efnaðra foreldra í Brescia á norðurhluta Ítalíu og gekk í skóla sem jesúítar ráku.[1] Faðir hans var þingmaður fyrir kaþólska flokkinn og ritstjóri áhrifamikils dagblaðs.[2]

Montini vígðist til prests árið 1920[3] og útskrifaðist frá hinum páfalega háskóla í Róm árið 1923. Hann var í kjölfarið gerður sendifulltrúi við sendisveit páfans í Varsjá en sneri heim til Rómar ári síðar og hóf störf í Vatíkaninu. Hann var árið 1953 útnefndur ríkisritari í Vatíkaninu af Píusi 12. páfa. Montini hafði það orð á sér að vera „vinur verkalýðsins“ og var þeirrar skoðunar að kaþólska kirkjan ætti að vera kirkja hinna fátæku. Hann studdi ýmsar vinstrisinnaðar hreyfingar og stefnumál, meðal annars verkamannaprestahreyfinguna í Frakklandi og hinn umdeilda borgarstjóra Flórens, Giorgio La Pira.[2] Árið 1954 gerði Píus 12. Montini að erkibiskupi yfir Mílanó og leysti hann frá störfum í Vatíkaninu. Það að Píus skyldi ekki um leið gera Montini að kardinála þótti til marks um vanþóknun hans á honum, en opinber skýring var sú að Montini hefði ekki sóst eftir því embætti.[2]

Montini var útnefndur kardináli árið 1958, eftir að Jóhannes 23. varð páfi. Útnefning Montini var sú fyrsta sem gerð var á páfatíð Jóhannesar.[1] Jafnvel áður en Jóhannes varð páfi hafði verið litið á Montini sem vænlegt páfaefni en á páfatíð Jóhannesar var gjarnan látið í veðri vaka að hann vildi að Montini tæki við af sér eftir sinn dag.[4] Þegar Jóhannes 23. lést árið 1963 var Montini kjörinn nýr páfi undir nafninu Páll 6. með stuðningi bæði umbótasinna og íhaldsmanna.

Það kom í hlut Páls 6. að halda síðara Vatíkanþingið, sem forveri hans hafði skipulagt nokkrum árum áður.[5][6] Sem páfi sá Páll um að framkvæma fjölda umbóta og breytinga sem samþykktar voru á Vatíkanþinginu.

Þann 29. júlí árið 1968 gaf Páll út umburðarbréf undir titlinum Encycla humanae vitae (íslenska: Fyrirmæli um mannlegt líferni) þar sem hann ítrekaði blátt bann kaþólsku kirkjunnar við notkun getnaðarvarna.[7] Páll samdi einnig umburðarbréfið Populorum Progressio (Um þróun þjóðanna) þar sem hann sagði að friður, réttlæti og félagslegar og efnahagslegar framfarir allra þjóða skiptu jafnmiklu máli og að jörðin og gæði hennar væru öllum ætluð en ekki aðeins hinum ríku. Í bréfinu hvatti hann til friðsamlegra umbóta en sagði þó að bylting gæti verið réttlætanleg ef stjórnvöld hefðu ítrekað gerst sek um mannréttindabrot. Páfabréfið átti sinn þátt í því að hleypa af stokkunum svokallaðri frelsunarguðfræði í Rómönsku Ameríku.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Erling Bjöl (28. júní 1963). „Hvernig reynist Páll VI. sem páfi?“. Tíminn. Sótt 4. júní 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Hvers má vænta af Páli VI?“. Vísir. 25. júní 1963. Sótt 4. júní 2019.
  3. „Páll VI“. Kirkjuritið. 1. júní 1963. Sótt 4. júní 2019.
  4. „Jóhannes páfi bíður dauðans“. Vísir. 5. janúar 1963. Sótt 4. júní 2019.
  5. „Vatikanþingið“. Bjarmi. 1963. Sótt 4. júní 2019.
  6. Robert Neville (20. október 1963). „Í fótspor forvera síns“. Morgunblaðið. Sótt 4. júní 2019.
  7. Matthías Jónasson (19. janúar 1968). „Kynhegðunardeila innan kaþólsku kirkjunnar“. Morgunblaðið. Sótt 4. júní 2019.
  8. Gunnar F. Guðmundsson (1. júní 2007). „Heilagur Ágústínus og játningar hans“. Þjóðmál. Sótt 4. júní 2019.


Fyrirrennari:
Jóhannes 23.
Páfi
(21. júní 19636. ágúst 1978)
Eftirmaður:
Jóhannes Páll 1.


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy