Fara í innihald

Papúa Nýja-Gínea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Papúa Nýja Gínea)
Sjálf­stæða ríkið Pap­úa Nýja-Gín­ea
Independent State of Papua New Guinea
Independen Stet bilong Papua Niugini
Fáni Papúa Nýju-Gíneu Skjaldarmerki Papúa Nýju-Gíneu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unity in diversity (enska)
Eining í fjölbreytni
Þjóðsöngur:
O Arise, All You Sons/God Save the King
Staðsetning Papúa Nýju-Gíneu
Höfuðborg Port Moresby
Opinbert tungumál enska, tok pisin, hiri motu
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Karl 3.
Landstjóri Bob Dadae
Forsætisráðherra James Marape
Sjálfstæði
 • frá Ástralíu 16. september 1975 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
56. sæti
462.840 km²
2
Mannfjöldi
 • Samtals (2011)
 • Þéttleiki byggðar
102. sæti
7.059.653
15/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 • Samtals 17,430 millj. dala (128. sæti)
 • Á mann 2.491 dalir (142. sæti)
Gjaldmiðill Kina (PGK)
Tímabelti UTC +10
Þjóðarlén .pg
Landsnúmer ++675

Papúa Nýja-Gínea er eyríki í Eyjaálfu í Suðvestur-Kyrrahafi fyrir norðan Ástralíu sem tekur yfir eystri helming eyjunnar Nýju-Gíneu. Indónesía ræður yfir vestari helmingnum. Norðan við Papúu eru svo fjölmargar eldfjallaeyjar sem eru kallaðar Nýja-Gínea. Landið varð til við sameiningu nokkurra svæða undir tímabundna stjórn Ástralíu en það hlaut síðan sjálfstæði árið 1975. Þar búa um 7 milljónir manna af mörgum ættbálkum. Víða á hálendinu búa afar frumstæðir ættbálkar sem enn lifa á steinaldarstigi.

Kort af Papúa Nýja-Gíneu sem samanstendur af hundruðum eyja með mjög fjölbreytilegt landslag.

Landlýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Landið, sem er að heildarflatarmáli 462.840 km², nær yfir mörg hundruð eyjar með mjög fjölbreyttu landslagi, veðurfari og loftslagi. Hitabeltisloftslag er í landinu með jöfnum og háum hita allt árið og mikilli úrkomu í regnskóginum, en í fjöllunum sem rísa allt að 4000 metra yfir sjávarmál eru hitastigsbreytingarnar meiri og þar snjóar með reglulegu millibili. Í landinu er dýralífið með því fjölbreyttasta sem fyrirfinnst í heiminum.

Landið nær yfir austurhluta eyjarinnar Nýju-Gíneu, Bismarck-eyjar (Nýja-Bretland, Nýja-Írland, Nýja-Hannover), Aðmírálseyjar, D'Entrecasteaux-eyjar, Louisiade-eyjar, St. Matthiaseyjar, Woodlark-eyjar og Tróbríandeyjar, ásamt norðurhluta Salómonseyja, Bougainville og Buka. Að auki eru ótal smáeyjar, kóralrif og sker.

Veðurfar Papúa Nýju-Gíneu telst vera hitabeltisloftslag með jöfnum og háum hita allt árið og mikilli úrkomu í þéttum regnskóginum. En veðurfar landsins er fjölbreytt. Í fjöllunum sem rísa allt að 4000 metra yfir sjávarmál eru hitastigsbreytingar meiri og þar snjóar með reglulegu millibili.

Á láglendi er meðalhámarkshiti á bilinu frá 30 til 32°C, og að lágmarki á milli 23 til 24°C. Árstíðasveifla í hitastigi er smávægileg. Kaldara loftslag er á hálendinu en þar er næturfrost algengt yfir 2100 metrum. Hitastig er þar almennt yfir 22°C á daginn óháð árstíð. Eftir því sem hæð yfir sjó breytist breytist plöntu- og dýralífið.

Úrkoma, fremur en hitastig, greinir sundur árstíðirnar í landinu. Úrkoma er einkum háð tveimur vindakerfum, þ.e. suðaustanáttum annars vegar og hins vegar norðvestanáttum sem valda ókyrrð með monsúnvindum. Einnig fer úrkoman eftir breiddargráðum og hæð yfir sjávarmáli. Suðaustanvindar vara í sjö mánuði (frá maí til nóvember) í suðaustasta hluta landsins (Milne-flóa), en styttri tíma í norðurhluta landsins, eða í aðeins þrjá mánuði á Aðmírálseyjum. Norðvestanátt er algengari í norðvesturhluta landsins og í Bismarck-eyjaklasanum. Þeirra vinda gætir aðeins 3-4 mánuði ársins í höfuðborginni Port Moresby, á regntímanum frá desember til mars. Úrkoma í höfuðborginni er minni en 1300 mm á ári, sem hefur áhrif á vatnsveitu höfuðborgarinnar. Hálendið virðist hafa eigið vindakerfi, með rigningu allt árið (2500-4000 mm) ef frá er talinn þurrkatími um mitt árið.

Fjölbreytni landsins nær einnig til margvíslegra ættbálka í landinu. Hér er einn íbúa Bago-Bago eyjarinnar suðvestur af Papúu Nýju-Gíneu

Landið telst til þróunarlanda en er á hraðri leið til nýrra lífshátta. Atvinnuleysi er nokkuð og glæpatíðni fremur há. Stór hluti íbúa býr í dreifbýli með lítinn aðgang að nútímatækni. Íbúafjöldi er áætlaður sjö milljónir. Langflestir þeirra eru Papúar, Malajar, Melanesar og Pólýnesar. Að auki búa í landinu litlir hópar Evrópumanna og Kínverja. Hluti fólks lifir líkt og forfeður þeirra gerðu fyrir mörg þúsund árum; í ættbálkasamfélögum sem eru algjörlega einangruð frá umheiminum.

Landið er þekkt fyrir hina gífurlegu mannfræðilegu fjölbreytni sína. Hvergi í heiminum eru töluð fleiri tungumál. Opinberu tungumálin eru þó aðeins þrjú, tok pisin, enska og hiri motu. Að auki eru þar töluð 841 tungumál (sem er um 12% af tungumálum heims). Ríkið hefur 19 stjórnsýsluhéröð, og þingbundna konungsstjórn með Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja, enda er landið í samveldinu. Höfuðborgin heitir Port Moresby með ríflega 300 þúsund íbúa.

Trúarbrögð

[breyta | breyta frumkóða]

Stærstur hluti íbúa Papúu Nýju-Gíneu (96%) eru kristnir en andatrú og fjölgyðistrú forfeðranna finnst á nokkrum stöðum. Dómstólar og stjórnvöld landsins styðja við stjórnarskrárbundinn rétt til tjáningar- og trúfrelsis, bæði í orði og í framkvæmd. Þrátt fyrir ríkjandi áhrif innfluttra trúarbragða blanda margir kristinni trú við hefðbundna anda- og fjölgyðistrú forfeðranna með helgiathöfnum, galdri og fjölkyngi.

Tveir fimmtu hlutar íbúanna eru mótmælendatrúar, flestir lúterstrúar. Tæpur þriðjungur eru rómversk-kaþólskir. Sjöunda dags aðventistar eru 10%. Að auki er lítill fjöldi baháia og múslima.

Papúa Nýja-Gínea er mjög auðug af náttúruauðlindum, málmum og orkulindum á borð við jarðgas, en þéttur regnskógur og brattar fjallshlíðar gera það að verkum að erfitt er að vinna úr þessum auðlindum.

Papúa Nýja-Gínea liggur ofan á Kyrrahafseldhringnum svokallaða, en það er keðja virkra eldstöðva sem liggja í þessum hluta Kyrrahafsins. Vegna þessarar legu landsins, á svokölluðum flekaskilum, er talið að finna megi öflug jarðhitakerfi víða á eyjunum. Einungis eitt jarðvarmaorkuver er í landinu og enn eru ríflega 60% raforku framleidd með jarðefnaeldsneyti.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy