Fara í innihald

Pinus gerardiana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus gerardiana
Pinus gerardiana í Franklin Park Conservatory, Columbus, Ohio
Pinus gerardiana í Franklin Park Conservatory, Columbus, Ohio
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Quinquefoliae subsect. Gerardianae
Tegund:
P. gerardiana

Tvínefni
Pinus gerardiana
Wall. ex D. Don
Samheiti
  • Pinus aucklandii Lodd. ex Gordon
  • Pinus chilghoza Knight
  • Pinus gerardii J.Forbes
  • Pinus neosa Gouan ex W.H.Baxter[2][3]

Pinus gerardiana (úrdú: چلغوزا پائن, á persnesku þýðir það „40 hnetur í köngli“ :چهل و غوزه) er fura ættuð frá norðvestur Himalajafjöllum í austur Afghanistan, Pakistan, og norðvestur Indlandi, og vex í 1800 til 3350 metra hæð. Hún vex oft með Cedrus deodara og Pinus wallichiana.

Hún verður 10-20(-25) m há, með yfirleitt breiða og opna krónu með löngum uppréttum greinum. Hún verður þó nettari í þéttum skógum. Börkurinn er sléttur og flagnar, og sést þá í ljós-grágræna bletti, svipað hinni skyldu næfurfuru (Pinus bungeana). Smágreinarnar eru sléttar og ólífugrænar. Barrnálarnar eru 3 saman, 6–10 sm langar, stífar, gljáandi grænar að utan, með blágrænum loftaugarásum að innan; nálaslíðrin falla af á fyrsta ári. Könglarnir eru 10–18 sm langir, 9–11 sm breiðir opnir. Furuhneturnar eru svartar, 17–23 mm langar og 5–7 mm breiðar, með þunnri skel og leifar af væng.

Tegundin er skráð í minnháttar hættu, eða ógnað. Skógarhögg og miki valda lítilli endurnýjun, sem gæti að lokum valdið útrýmingu tegundarinnar. The Himachal Pradesh State Forest Department hefur reynt endurnýjun tegundarinnar. Hinsvegar hefur lifun smáplantna verið mjög léleg.

Fræðiheitið er til heiðurs Kapteini Patrick Gerard, Breskum foringja í Indlandi. Tegundin var fyrst reynd í Englandi 1839, þar sem hún vex vel í hlýrri og þurrari svæðum sunnantil, en er sjaldan plantað.

Pinus gerardiana Fræplanta enn í fræi.

Litningatalan er 2n = 24.[4]

Hún er þekkt fyrir ætar hneturnar, sem eru ríkar af kollvetnum og próteinum. Fræin eru seld á svæðinu undir nafninu "chilgoza", "neja" (eintölu) eða "neje" (fleirtölu). Chilgoza er ein af mikilvægustu tekjulindum ættbálka sem búa í Kinnaur héraði í Himachal Pradesh, Indlandi. Fræið er mjög dýrt og gefur vel af sér fyrir fólkið í Kinnaur. Það er selt á PKR (Pakistani rupee) 2500-4500 INR (Indian rupee) 1800-2400 ($20–$53) á kíló.

Pinus gerardiana fræplanta.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus gerardiana. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T34189A2850009. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T34189A2850009.en. Sótt 13. desember 2017.
  2. World Checklist of Selected Plant Families. Pinus gerardiana. Sótt 11 apríl 2013.[óvirkur tengill]
  3. Pinus gerardiana The PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní 2021. Sótt 5. nóvember 2018.
  4. Tropicos. [1]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy