Fara í innihald

Pinus nelsonii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus nelsonii

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus subsect. Nelsonianae
Tegund:
P. nelsonii

Tvínefni
Pinus nelsonii
Shaw
Náttúruleg útbreiðsla Pinus nelsonii
Náttúruleg útbreiðsla Pinus nelsonii

Pinus nelsonii, er furutegund ættuð frá fjöllum norðaustur Mexíkó, í Nuevo León, San Luis Potosí og Tamaulipas í 1,800–3,200 m hæð. Hún hefur nokkuð sérstök einkenni og er ekki mjög lík hinum í undirættkvíslinni í formi[2][3][4] eða erfðum.[5][6] Hún er sett í undirættkvíslina Strobus, annaðhvort í eigin deild Nelsonia[3] eða undirdeild Nelsoniae.[5]

"Pinus nelsonii is exceptional. Evidence from three nuclear genes (Syring et al., 2005) and cpDNA (Gernandt et al., 2005) resolve P. nelsonii as sister lineage to the remaining members of sect. Parrya. In contrast, the LEA-like locus used in this study places P. nelsonii in a unique, moderately supported (71% BS) position sister to sect. Quinquefoliae when midpoint rooting is employed."[6]

Þetta er lítið tré að 10 m hátt, með bol að 20 til 30sm í þvermál. Krónan er rúnnuð og þétt og líkist hinni óskyldu Pinus pinea frá vestur miðjarðarhafssvæðinu. Barrið er í búntum, þrjú saman (einstaka sinnum fjögur), en samvaxin á jöðrunum svo þær virðast sem ein nál.[7][8] Þær eru 4–8 (sjaldan 10) sm langar og 0.7–1 mm breiðar, dökkgrænar að lit, með viðvarandi blaðslíður 7–9 mm langt. Könglarnir eru sívalir, 6–12 cm langir og 4–5 sm breiðir, gulbrúnir til rauðbrúnir, með 60–100 köngulhreistur með stórum en ógreinilegum hnúð, og hanga á gildum niðursveigðum stilk 3–6 sm löngum. Ólíkt öllum öðrum furum hættir ekki vöxtur óþroskaðra köngla ekki yfir veturinn. Fræin eru stór, 12–15 mm, rauðbrún. Könglarnir þroskast í nóvember eftir regntímabilið. Hún vex í hálfþurru tempruðu loftslagi með sumarrigningu og er mjög þurrkþolin.[4][9][10]

Fræin eru æt og bragðgóð og vinsæl og það verðmæt að þau eru flutt á markaðina í Mexíkóborg. Þetta og skógarhögg getur valdið álagi á tegund með takmarkaða útbreiðslu. Fyrst nýlega hefur hún verið ræktuð utan útbreiðslusvæðisins, meira fyrir grasafræðilega forvitni en fyrir útlitið.[4]

Fræðiheitið er stundum ranglega skráð Pinus nelsoni; rétta endingin er -ii.[9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). „Pinus nelsonii“. IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T32628A2822530. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T32628A2822530.en.
  2. Shaw, G. R. (1904). Pinus nelsonii. Gard. Chron. ser.3, 36: 122, f.49.
  3. 3,0 3,1 Businsky, R. (2008). „The Genus Pinus L., Pines“. Acta Pruhoniciana. 88: 1–128.
  4. 4,0 4,1 4,2 Grimshaw, J., & Bayton, R. (2009). New Trees. International Dendrology Society / Kew. ISBN 978-1-84246-173-0.
  5. 5,0 5,1 Gernandt, D. S.; López, G. G.; García, S. O.; Liston, A. (2005). „Phylogeny and classification of Pinus“. Taxon. 54 (1): 29–42. doi:10.2307/25065300. JSTOR 25065300.
  6. 6,0 6,1 Syring, J.; og fleiri (2007). „Widespread Genealogical Nonmonophyly in Species of Pinus Subgenus Strobus“. Syst. Bot. 56 (2): 163–181.
  7. Earle, Christopher J., ed. (2018). "Pinus nelsonii". The Gymnosperm Database.
  8. Bailey, D.K. and F.G. Hawksworth. 1988. Phytogeography and taxonomy of the pinyon pines. Pp. 41-64 in M.-F. Passini et al. (eds.), Il Simposio Nacional sobre pinos piñoneros. CEMCA, Chapingo, Mexico D.F.
  9. 9,0 9,1 Farjon, A. & Styles, B. T. (1997). Pinus (Pinaceae). Flora Neotropica Monograph 75. ISBN 0-89327-411-9
  10. James E. Eckenwalder: Conifers of the World, S. 455
  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy