Fara í innihald

Rúhapehú-fjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rúapehú.

Rúhapehú-fjall (enska/maóríska: Mount Ruapehu eða Ruapehu) er virk eldkeila á Norðurey Nýja-Sjálands. Það er staðsett á miðri eyjunni og er í Tongariro-þjóðgarðinum. Fjallið er hæsti punktur eyjunnar og hefur þrjá toppa: Tahurangi (2797 m), Te Heuheu (2755 m) og Paretetaitonga (2751 m). Andesít er helsta bergtegundin.

Á síðustu öldum hafa verið um 50 ára bil milli stórgosa: 1895, 1945 and 1995–1996. Árið 1945 stíflaði gjóska úr gosinu gígvatn og síðar eða árið 1953 brast hún og eðjustraumur (lahar) þusti niður á láglendi. Straumurinn fór í Whangaehu-fljót og eyðilagði Tangiwai-lestarbrúna rétt áður en lest kom þar að. 151 manns létu lífið. Árið 1996 hafði gos áhrif á flugumferð yfir landinu. Síðasta gos í fjallinu var árið 2007.

Í hlíðum fjallsins eru 2 skíðasvæði. Kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu voru meðal annars teknar í hlíðum þess.

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Ruhapehu“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. feb. 2017.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy