Fara í innihald

Rafmótstaða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rafmótstaða (enska: electrical resistance), oftast kölluð (raf)viðnám, er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum, mæld í SI grunneiningunni ohm. Viðnám veldur spennufalli í rafrás og er yfirleitt fasti í rafrásum, en er þó háð hita leiðarans. Orðið viðnám (enska: resistor) er líka notað um íhluti, sem valda rafmótstöðu í rafrás.

Rafleiðni er umhverfa viðnáms og lýsir eiginleika hlutar við að flytja rafstraum.

Skilgreining

[breyta | breyta frumkóða]

Ef rafleiðari ber einsleitan jafnstraum má reikna rafmótstöðu með eftirfarandi jöfnu:

þar sem

l er lengd leiðara,
A er þverskurðarflatarmál hans og
ρ eðlisviðnám.

Rafmótstaða í riðstraumsrás kallast samviðnám og er summa raun- og launviðnáms rásarinnar. Í jafnstraumsrás er launviðnám núll, þ.a. rafviðnám er eingöngu raunviðnám.

Ohmslögmál gefur samband rafspennu, V, rafstraums I og rafmótstöðu R í rafrás með jöfnunni V = IR. Ofurleiðari hefur enga rafmótstöðu.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy