Fara í innihald

Robert Mitchum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert Mitchum árið 1949.

Robert Charles Durham Mitchum (6. ágúst 19171. júlí 1997) var bandarískur leikari, þekktur fyrir hlutverk sín sem andhetja í film noir-myndum, stríðsmyndum og vestrum. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna og BAFTA-verðlauna, en vann þau aldrei. Árið 1984 fékk hann stjörnu á Hollywood Walk of Fame og hlaut Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe árið 1992.

Mitchum vakti fyrst verulega athygli fyrir hlutverk sitt í stríðsmyndinni Hermannalíf (The Story of G.I. Joe, 1945). Meðal þekktustu mynda hans eru sakamálamyndin Skuggi fortíðarinnar (Out of the Past, 1947), noir-myndin Sér grefur gröf (Angel Face, 1953), vestrinn Örlagafljótið (River of No Return, 1954), spennumyndin Á næturveiðum (The Night of the Hunter, 1955), stríðsmyndin Holdið og andinn (Heaven Knows, Mr. Allison, 1957), glæpamyndin Þrumubraut (Thunder Road, 1958), vestrinn Fjarlægðin gerir fjöllin blá (The Sundowners, 1960), sálfræðitryllirinn Taugastríð (Cape Fear, 1962), vestrinn El Dorado (1966), rómantíska myndin Dóttir Ryans (Ryan's Daughter, 1970), og glæpamyndirnar Vinir Eddie Coyle (The Friends of Eddie Coyle, 1973) og Ég kveð þig, mín kæra (Farewell, My Lovely, 1975). Hann lék líka hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Winds of War (1983) og War and Remembrance (1988) sem gerast í síðari heimsstyrjöld.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy