Fara í innihald

Sætistala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sætistala (Z) er hugtak notað í efnafræði og eðlisfræði sem stendur fyrir fjölda róteinda í kjarna frumeinda. Í óhlaðinni frumeind er fjöldi rafeinda sá sami og fjöldi róteinda.

Sætistala átti upprunalega um sæti frumefnis í lotukerfinu. Þegar Mendeleev raðaði frumefnunum, sem þekkt voru á hans tíma, eftir efnafræðilegum eiginleikum, var það augljóst að ef þeim var raðað í röð eftir atómmassa kom í ljós nokkuð ósamræmi. Sem dæmi, ef joði og tellúr var raðað í röð eftir atómmassa, virtust þau vera í vitlausri röð, en ef þeim var víxlað pössuðu þau betur. Með því að raða þeim í röð eftir líkum efnafræðilegum eiginleikum, var tala þeirra í kerfinu sætistala þeirra. Þessi tala virtist vera næstum í hlutfalli við massa frumeindanna, en eins og þetta misræmi gat með sér, virtist sætistalan endurspegla einhverna annann eiginleika en massa.

Þessi frávik í röðun voru loksins útskýrð eftir rannsóknir af Henry Moseley árið 1913. Moseley uppgötvaði skýrt samband milli röntgengeislabrotrófs frumefna og staðsetningu þeirra í lotukerfinu. Það var seinna sýnt fram á að sætistalan samsvaraði rafhleðslu kjarnans — með öðrum orðum fjölda róteinda. Það er þessi hleðsla sem að gefur frumefnunum efnisfræðilega eiginleika þeirra, frekar en atómmassinn.

Sætistala er náskyld massatölunni (þó að ekki skyldi rugla þeim saman) sem er fjöldi róteinda og nifteinda í frumeindakjarnanum. Massatalan kemur oft á eftir nafni frumefnisins t.d. kolefni-14 (sem notað er í aldursákvörðun með geislakolum).

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy