Fara í innihald

Sódóma og Gómorra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgirnar Sódóma og Gómorra í ljósum logum. Málverk eftir Daniel van Heil

Sódóma og Gómorra eru borgir sem koma fyrir í Biblíunni. Íbúar Sódómu voru óforbætanlegir syndarar í augum Drottins, sem ákvað að lokum að tortíma borginni eins og sagt er frá í 19. kafla 1. Mósebókar. Lot, frændi Abrahams, bjó á sléttunni við borgina Sódómu. Þegar útsendarar Drottins komu til Lot bauð hann þeim gistingu þó hann kynni ekki á þeim deili. Íbúar Sódómu komu um nóttina og vildu liggja með mönnunum. Lot hélt yfir þeim hlífiskyldi en bauð þeim þess í stað dætur sínar sem höfðu ekki verið við karlmann kenndar. Í dögun lét Drottinn rigna eldi og brennisteini yfir Sódómu og Gómorru en hlífði Lot.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy