Samtvinnun
Samtvinnun (á ensku intersectionality) er kenning um hvernig pólitískar og félagslegar mismunabreyta tvinnast saman og mynda mismunandi jaðarsetningar. [1] Hugtakið var sett fram af fræðikonunni Kimberlé Williams Crenshaw árið 1989, en hennar helsta fræðasvið er svartur feminismi. [2] Síðan þá hefur hugtakið samtvinnun verið notað innan feminískra fræða. Dæmi um mismunabreytur sem geta tvinnast saman, tvær eða fleiri, eru kynvitund, kyneinkenni, kynþáttur, stétt, trúarbrögð, fötlun, aldur og útlit. Samtvinnun mismunabreyta margfalda þætti kúgun og fordóma sem jaðarsettir einstaklingar mæta. [1] Til dæmis mætir svört kona ekki aðeins kvenfyrirlitningu og rasisma í samfélaginu, heldur mætir hún einnig fordómum og kúgun vegna samsetningar þessara tveggja mismunabreyta.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Crenshaw, Kimberlé (1991). Mapping the margins: Intersectionality, identity politics, and violence against women of color. Stanford Law Review (Thesis). 43. bindi. bls. 1241–1299.
- ↑ Crenshaw, Kimberlé (1989). Demarginalizing the intersection of race and sex: A black feminist critique of antidiscrimination doctrine. University of Chicago legal forum (Thesis). 140. bindi. bls. 139–168.