Fara í innihald

Sesame Street

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Sesame Street
TegundFræðandi sjónvarpsefni
Brúðuleikur
Hreyfimyndir
Fræðandi skemmtun
Búið til afJoan Ganz Cooney
Lloyd Morrisett
LeikararVarious
Höfundur stefsJoe Raposo
Jon Stone
Bruce Hart
Upphafsstef"Can You Tell Me How to Get to Sesame Street?"
Lokastef"Can You Tell Me How to Get to Sesame Street?" (instrumental)
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða43
Fjöldi þátta4.327
Framleiðsla
FramleiðandiSamuel Gibbon
Jon Stone
StaðsetningKaufman Astoria Studios
Astoria, Queens, New York-borg
Lengd þáttar60 mínútur
FramleiðslaChildren's Television Workshop (1969–2000)
Sesame Workshop (2000–present)
DreifiaðiliWarner Home Video
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNET (1969–1970)
PBS (1970–present)
Sýnt10. nóvember 1969present

Sesame Street er bandarískur barnaþáttur sem Joan Ganz Cooney og Lloyd Morrisett sköpuðu. Þátturinn er þekktur fyrir fræðsluefni og sköpunargáfu sem er miðlað áfram í gegnum brúður Jim Henson´s, hreyfimyndir, stuttmyndir, fyndni og menningarlegar vísanir. Þættirnir hófu göngu sína þann 10. nóvember 1969 og hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan.

Hugmyndin að Sesame Street varð til 1966 í umræðum á milli sjónvarps framleiðandans Joan Ganz Cooney og varaforseta Carnegie Foundation, Lloyd Morrisett. Markmið þeirra var að búa til barnaþátt sem myndi ,,ná vanabindandi gæðum sjónvarps og gera eitthvað gott við þau",[1] eins og að hjálpa börnum við undirbúning fyrir skólann. Eftir tveggja ára rannsóknarvinnu fékk hin nýstofnaða Children's Television Workshop (CTW) styrk að andvirði 8 milljón bandarískra dala (50 milljónir dala að núvirði) frá Carnegie Foundation, Ford Foundation og ríkistjórn bandaríkjanna, til þess að búa til og framleiða nýjan barnaþátt.[2] Þátturinn var frumsýndur 10. nóvember 1969.[3] Á fertugsafmæli þáttarins, 2009, hafði Sesame street verið sjónvarpað í 120 löndum og 20 útgáfur af þættinum höfðu verið búnar til, víðsvegar um heiminn.[4]

Velgengni þáttarins hélt áfram á níunda áratugnum. 1981 þegar ríkistjórnin dró til baka styrk sinn, markaðsetti CTW þáttinn með útgáfu tímarita, höfundarlaunum af bókum, vöruleyfi og innkomu vegna útsendinga erlendis.[5] Námskrá Sesame Street hefur aukist til að innihalda tilfinningaleg efni eins og sambönd, siðfræði og tilfinningar. Margir söguþræðir þáttana voru teknir frá reynslu starfsfólksins, einkum dauða Will Lee 1982 - sem lék Mr. Hooper[6]—og gifting Luis og Maria 1988.[7]

Á síðustu árum hefur Sesame street staðið frammi fyrir félagslegum og efnahagslegum áskorunum, þar á meðal breytingum hvernig börn horfa á sjónvarpsefni, samkeppni frá öðrum þáttum, þróun kapalsjónvarpsins og minnkandi áhorf.[8] Eftir aldarmótin 2000, voru skipulagsbreytingar gerðar á Sesame Street. Til dæmis, frá 2002 varð þátturinn meira í frásagnarformi og innihélt áframhaldandi söguþræði. Eftir þrítugsafmæli þáttarins 1999 og vegna vinsælda Elmo í prúðuleikurunum, innihélt þátturinn einnig vinsælt myndbrot sem var þekkt sem "Veröld Elmo".[9] Eftir fertugsafmæli þáttarins, fékk þátturinn heiðursverðlaun Emmy.[10]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Davis, p. 8
  2. Finch, p. 53
  3. Brooke, Jill (13. nóvember 1998). 'Sesame Street' Takes a Bow to 30 Animated Years“. The New York Times. Sótt 9. október 2010.
  4. Friedman, Michael Jay (8. apríl 2006). „Sesame Street Educates and Entertains Internationally“. America.gov. U.S. Department of State Bureau of International Information Programs. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. febrúar 2009. Sótt 9. október 2008.
  5. O'Dell, pp. 73–74
  6. Hellman, Peter (23. nóvember 1987). „Street Smart: How Big Bird & Company Do It“. New York Magazine. 20 (46): 52. ISSN 0028-7369. Sótt 11. ágúst 2009.
  7. Borgenicht, p. 80
  8. Davis, p. 320
  9. Goodman, Tim (4. febrúar 2002). „Word on the 'Street'. San Francisco Chronicle. Sótt 9. október 2008.
  10. "36th Daytime Emmy Awards". 2009-08-30. The CW.
  Þessi dægurmenningagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy