Fara í innihald

Skandinavíuskagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skandinavía og Fennóskandía

Skandinavíuskagi er skagi á norðurhluta meginlands Evrópu. Skaginn er hluti af Fennóskandíuskaga. Skandinavíuskagi hefst ekki við nein ákveðin mörk en yfirleitt er hann skilgreindur eftir hugsaðri línu frá Kirkenes í Noregi suður að norðurströnd Helsingjabotns. Þar með lendir ræma af Finnlandi á skaganum. Annars eru það Noregur og Svíþjóð sem skipta skaganum á milli sín.

Skandinavíuskagi er um 1850 km að lengd og milli 370 og 805 km að breidd og um 770.000 km² að flatarmáli. Skaginn er umlukinn hafi nema þar sem hann tengist Kólaskaga. Að norðan liggur Barentshaf; að vestan Noregshaf; að suðvestan Norðursjór ásamt Kattegat og Skagerrak; að austan Helsingjabotn í Eystrasalti.

Mikill fjallgarður, Skandinavíufjöll, gengur suður allan skagann og er hann hæstur vestan til, á landsvæði Noregs. Hæstu tindar eru Glittertind sem er 2.470 m að hæð og Galdhøpiggen sem er 2.469 m að hæð. Jostedalsbreen í Noregi er stærsti jökull á meginlandi Evrópu. Um fjórðungur skagans er norðan við heimskautsbaug. Nyrsti oddi skagans er Nordkapp í Finnmörku og sá syðsti er Smygehuk á Skáni.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy