Fara í innihald

Tíund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tíund er einn tíundi af einhverju og er oftast átt við skatt af einhverju tagi. Tíund hefur tíðkast sem aðferð við skattlagningu víða um heim og allt aftur til upphafs miðalda. Tíundin var aðferð kristnu kirkjunar til þess að fjármagna starfsemi sína víða um Evrópu lengi vel og er lögboðin í einstaka löndum enn í dag.

Tíundarlög á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Tíundarlög voru samþykkt á Alþingi árið 1096/7, fyrstu skattalög á Íslandi. Að þeim stóðu Gissur Ísleifsson, biskup, Sæmundur Sigfússon hinn fróði í Odda og sjálfsagt fleiri höfðingjar. Í öðrum löndum hafði slíkri skattheimtu verið mótmælt harðlega, jafnvel kostað blóðsúthellingar, en ef marka má frásögn Ara Þorgilssonar voru þau samþykkt einróma hér á landi og þóttu það mikil undur.

Lögin voru þó frábrugðin því sem gerðist annars staðar, þar var um að ræða 10% tekjuskatt - bændur greiddu 10% af uppskerunni, handverksmenn 10% af framleiðslunni - en hér var tíundin greidd af eign og var því eignaskattur eða öllu heldur eignaaukaskattur. Gert var ráð fyrir því að eignir manna ykjust um 10% árlega og greiddu 10% af eignaaukanum, eða 1% af heildareign. Slíkur eignaskattur, eða vextir af „dauðu“ fé, var þyrnir í augum kirkjunnar manna annars staðar en hér á landi. En ljóst er að Gissur biskup hlýtur að hafa fengið samþykki fyrir þessu skatta–„frumvarpi“ hjá erkibiskupi eða jafnvel páfa.

Allar eignir manna, sem náðu lágmarkseign, voru „tíundaðar“. Skatturinn skiptist í fjóra staði: 1/4 rann til biskups til uppbyggingar biskupsstól og rekstri, 1/4 rann til þurfamanna, og fengu hreppsmenn þann hluta til að deila út meðal fátækra, 1/4 rann til kirkna, til viðhalds og uppbyggingar og 1/4 til presta.

Tveir síðustu hlutarnir runnu í raun til þeirra höfðingja sem áttu kirkjurnar og höfðu presta í þjónustu sinni, og gátu þeir sjálfsagt farið með það fé eins og þeim sýndist. Prestar voru hvort eð er í þjónustu kirkjueigenda. Af þessum sökum er ekki undarlegt að höfðingjar hafi samþykkt skattheimtuna á Alþingi, þar sem þeir sjálfir fengu helminginn til baka, auk þess sem skatturinn var mun léttari en 10% tekjuskattur. Leiddi það óneitanlega til aukinna valda og áhrifa höfðingja og ójafnræðis þeirra gagnvart þingmönnum sínum, þ.e. öðrum bændum, og þannig hefur það stuðlað að myndun héraðsríkjanna sem leiddi svo aftur að hruni Þjóðveldisins og í kjölfar þess að þjóðin glataði sjálfstæði sínu í 7 aldir.

  • Gísli Gunnarsson. „Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða? “. Vísindavefurinn 2.4.2002. http://visindavefur.is/?id=2256. (Skoðað 25.9.2009).
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy