Fara í innihald

Tónstigi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tónstigi er haft um röð af nótum sem er raðað eftir hæð. Munurinn á tónstiga og tóntegund er sá að tónstiginn hefur enga ákveðna stöðu og/eða grunntón.

Tónstigar innihalda mismargar nótur og bilið milli þeirra er misstórt. Þeim er oft skipt í flokka eftir fjölda nótna í þeim, eða bilunum milli nótnanna, t.d.:

  • Krómatískur (smástígur) (hálftónar milli tóna, tólf tónar)
  • díatónískur (misstígur) (heiltónsbil og hálftónsbil eftir ákveðnum reglum, 7 tónar)
  • pentatónískur (fimm tónar, eins og díatónískir skalar þar sem tveim ákveðnum nótum hefur verið sleppt)
  • heiltóna (heiltónar á milli nótna, sex tónar)
  • minnkaður (stundum kallaður dim-skali, hálfur heill eða heill hálfur, heiltónn og hálftónn til skiptis, 9 tónar)
  • Hexatónískur/blústónstiginn (sex nótur; eins og pentatónískur nema það bætist við nóta milli ferundar og fimmundar sem kallast stækkuð ferund)

Vestræn tónlist

[breyta | breyta frumkóða]

Í vestrænni tónlist, bæði klassík og poppi, eru díatónískir tónstigar með sjö tónum algengastir. Meðal þeirra eru þekktastir dúr og moll. Ef heiltónsbil er táknað með s(tórt) og hálftónsbil með l(ítið) eru dúr og moll svona:

Hljómhæfur og laghæfur moll eru líka töluvert notaðir, þó minna í popptónlist, einkum sá laghæfi. Hljómhæfur moll er eins og hreinn moll nema með stórri sjöund. Laghæfur moll er eins og hreinn moll með stórri sexund og stórri sjöund þegar hann er spilaður upp en eins og óbreyttur hreinn moll á leiðinni niður. Talið er auðveldara að syngja laghæfan moll og vilja því sumir frekar kalla hann sönghæfan moll á íslensku. Afbrigði af laghæfum moll sem er eins og hreinn moll með stórri 6und og 7und (í rauninni dúr með lítilli 3und) hvort sem hann er spilaður upp eða niður er stundum kallaður djassmoll og eins og nafnið bendir til notaður í djasstónlist.

Krómatískur skali og heiltónaskali koma einnig stundum fyrir í vestrænni tónlist, þó oftast bara nokkrir taktar í senn.

Kirkjutóntegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Kirkjutóntegundir eru díatónískir tónstigar sem lengst af voru ráðandi í Evrópu, þar til dúr- og moll-kerfið tók yfir. Þær eru enn notaðar að einhverju leyti samhliða dúr- og moll-kerfinu, einkum í djassi og þjóðlagatónlist, en þó einnig klassík. Nöfn þeirra eru dregin af eyjum í Eyjahafinu. Þau eru eftirfarandi:

  • Jónísk - Tónbil: sslsssl. Formerkjalaus frá C. Sami tónstigi og dúr.
  • Dórísk - Tónbil: slsssls. Formerkjalaus frá D. Eins og moll nema með stórri sexund (eða eins og dúr með lítilli þríund og sjöund).
  • Frýgísk - Tónbil: lssslss. Formerkjalaus frá E. Eins og moll með lítilli tvíund.
  • Lýdísk - Tónbil: ssslssl. Formerkjalaus frá F. Eins og dúr með stækkaðri ferund sem er tónskratti við grunntón sem áður fyrr var bannað af kaþólsku kirkjunni. Vinsæll í þjóðlögum.
  • Mixólýdísk - Tónbil: sslssls. Formerkjalaus frá G. Eins og dúr með lítilli sjöund.
  • Eólísk - Tónbil: slsslss. Formerkjalaus frá A. Annað nafn á hreinum moll.
  • Lókrísk - Tónbil: lsslsss. Formerkjalaus frá H. Eins og moll með lítilli tvíund og minnkaðri fimmund

Einnig teljast hýpófrýgískir, hýpómixólýdískir og hýpólókrískir tónstigar til kirkjutóntegunda.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy