Fara í innihald

Valtýr Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Valtýr Guðmundsson (18601928) var alþingismaður og sagnfræðingur og fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í sagnfræði.

Valtýr fæddist að Árbakka á Skagaströnd. Hann var eina af þremur börnum föður síns til að komast til vits og ára. Faðir hans dó ungur og móðir hans kvæntist aftur og eignaðist tvær dætur. Hann fluttist ekki með móðurfjölskyldu sinni til Ameríku þegar hann var um sextán ára og hitti móður sína aðeins einu sinni eftir það þegar hann sjálfur ferðaðist vestur.

Hann útskrifaðist úr Latínuskólanum árið 1883. Sama ár varð hann fyrsti forseti Framtíðarinnar, elsta nemendafélags Íslands[1]. Hann varði doktorsritgerð um norræna menningarsögu við Kaupmannahafnarháskóla árið 1889, varð dósent þar ári síðar í sögu Íslands og bókmenntum og síðan prófessor frá 1920 til æviloka. Doktorsritgerð hans bar heitið Privatboligen pa Island i sagatiden samt delvis i det øvrige Norden og fjallaði einkum um húsagerð og húsaskipan. Hann tók sæti á Alþingi Íslendinga 1894 og hóf útgáfu Eimreiðarinnar árið eftir, 1895, og ritstýrði tímaritinu til 1918 og ritaði margar greinar í það um stjórnmál og menntir og birti þar einnig frumort kvæði. Hann sat á þingi 18941901, 19031908 og 19111913.

Valtýr var lengi meðlimur Atlantseyjafélagsins (De Danske Atlanterhavsøer), sem hafði að markmiði að styrkja tengsl Danmerkur við Ísland, Færeyjar, Grænland og nýlendurnar í Vestur-Indíum.

Valtýr var einn þekktasti Íslendingurinn í kringum 1900 og var keppinautur Hannesar Hafsteins um embætti heimastjórnarráðherra en Hannes hafði betur.

  • Islands kultur ved Aarhundredsskiftet 1900 (útg. 1902)
  • Islands Grammatik (útg. 1922)
  • Island i Fristatstiden (útg. 1924)

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Forseti Framtíðarinnar
(18831883)
Eftirmaður:
Bjarni Pálsson


  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy