Fara í innihald

Valur Ingimundarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valur Ingimundarson
Upplýsingar
Fullt nafn Valur Snjólfur Ingimundarson
Fæðingardagur 20. mars 1963 (1963-03-20) (61 árs)
Fæðingarstaður    Ísland
Leikstaða Framherji
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1979–1988
1988–1993
1993–1995
1995–1998
1998–2002
2002–2004
Njarðvík
Tindastóll
Njarðvík
BK Odense
Tindastóll
Skallagrímur
Landsliðsferill2
Ár Lið Leikir
1988–1995 Ísland 164

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 7. júlí 2022.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
17. júlí 2022.

Valur Snjólfur Ingimundarson, fæddur 20. febrúar 1962, er fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik.

Valur hóf að æfa körfuknattleik 15 ára gamall með liði UMFN. Hann lék með meistaraflokki félagsins í úrvalsdeild til ársins 1988, en þá gekk hann til liðs við Tindastól frá Sauðárkróki. Með þeim lék hann í fimm ár og skipti svo aftur í sitt gamla félag, UMFN. Þar vann hann tvo Íslandsmeistaratitla og fór í kjölfarið til Danmerkur í nám.

Þegar hann sneri aftur, tók hann við þjálfun Tindastóls næstu fjögur árin, og kom þeim m.a. í úrslit Íslandsmótsins 2001. Þar töpuðu hans menn fyrir UMFN.

Haustið 2002 tók Valur við þjálfun Skallagríms frá Borgarnesi. Liðið féll um vorið í 1. deild, en vann þá deild ári seinna. Vorið 2006 kom Valur Skallagrími í úrslit Íslandsmótsins þar sem liðið tapaði fyrir UMFN. Hann vék úr þjálfarastólnum ári seinna þegar Skallagrímur tapaði óvænt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir liði UMFG.

Vorið 2007 tók Valur sér svo frí frá þjálfun en haustið 2008 snéri hann á heimaslóðir og tók við liði Njarðvíkur aftur og enduðu þeir í 5. sæti á hans fyrsta ári en duttu út í 8-liða úrslitum fyrir erkifjendunum í Keflavík.

Valur er stigahæstur allra leikmanna í úrvalsdeild frá upphafi, hefur skorað 7.355 stig í 400 leikjum, eða 18,2 stig að meðaltali. Hann var valinn besti leikmaður úrvalsdeildar árin 1984, 1985 og 1988, og var auk þess valinn fimm sinnum í úrvalslið deildarinnar. Þá var hann valinn í lið aldarinnar, sem tilkynnt var snemma árs 2001, sem byrjunarliðsmaður.

Valur er næstleikjahæsti leikmaður landsliðsins, lék 164 leiki á árunum 1980-1995.

  • Leikni framar líkamsburðum eftir Skapta Hallgrímsson, útg. Körfuknattleikssamband Íslands 2001
  • KKÍ.is
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy