Fara í innihald

Vindland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vindland er heiti sem haft var á miðöldum um suðurströnd Eystrasalts og héruðin þar suður af, þ.e. í Norður-Þýskalandi (Mecklenburg og Pommern) og Póllandi. Íbúar þessa svæðis voru kallaðir Vindur eða Vindar. Þeir voru vestur-slavneskur þjóðflokkur sem settist að við Eystrasalt á þjóðflutningatímanum og blandaðist seinna Germönum.

Vindland var aldrei eiginlegt ríki en þar voru á mismunandi tímum ýmis konungsríki og hertogadæmi og því er oft talað um konunga Vinda í norrænum heimildum. Hugtökin Vindur og Vindland hafa þó verið notuð á ýmsan hátt í gegnum aldirnar af hinum ýmsu nágrannaþjóðum og stundum jafnvel einnig náð yfir Eystrasaltslöndin og íbúa þeirra.

Danskir og sænskir konungar herjuðu löngum á Vindland og lögðu hluta þess stundum undir sig og Vindur herjuðu einnig á dönsku eyjarnar, Skán og Gotland, aðallega með sjóránum og strandhöggi. Konungar bæði Danmerkur og Svíþjóðar notuðu titilinn konungur Vinda allt fram á 20. öld.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy