Fara í innihald

Vindmylla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hollensk vindmylla.

Vindmylla er mylla sem er knúin áfram af vindinum með blöðum sem fest eru á snúningsás. Vindmyllur hafa verið notaðar til að mala korn og dæla vatni frá miðöldum fram á okkar daga. Nú til dags er algengt að nota vind til framleiðslu rafmagns með vindrafölum.

Vindmyllur á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Um tíma voru tvær vindmyllur í Reykjavík. [1] Önnur þeirra var Hollenska myllan. Vindmylla stendur ennþá í eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Raforkuvindmyllur.

Tvær vindmyllur sem búa til raforku voru reistar árið 2013 upp af Búrfelli í Þjórsárdal. Það er tilraunaverkefni Landsvirkjunar. [2] Vindmyllur eru einnig tvær í Þykkvabæ og ein í Leirársveit. [3]

Áform eru uppi að reisa vindmyllugarð í Dalabyggð[4].


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Vindmyllurnar settu svip á bæinn, Dagblaðið, Í kvosinni (13.12.1977), Blaðsíða 24
  2. Vind­myll­ur Lands­virkj­un­ar gang­sett­arMbl, skoðað 15. ágúst, 2019.
  3. Óvissa um vindmylluvæðingu Rúv, skoðað 15. ágúst 2019.
  4. 5 til 20 milljarða vindmyllugarður Rúv, skoðað 15 ágúst, 2019.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy