Fara í innihald

Visa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Visa

Visa Inc. er bandarískt fjármálafyrirtæki með höfuðstöðvar í Foster-borg í Kaliforníu. Fyrirtækið rekur greiðslumiðlun um allan heim með greiðslukortum (kreditkortum og debetkortum) sem það gefur út.

Fyrirtækið á rætur að rekja til greiðslukortaþjónustunnar BankAmericard sem Bank of America hleypti af stokkunum árið 1958. Eftir töluverð vandræði dró bankinn sig út úr verkefninu 1970 en bankar sem höfðu leyfi til að gefa kortin út tóku sig þá saman og stofnuðu nýtt fyrirtæki sem fékk nafnið Visa árið 1975.

Á Íslandi hóf Landsbankinn útgáfu Visakorta árið 1981. Sameignarfélagið Visa Ísland var stofnað af íslenskum bönkum og sparisjóðum árið 1983. Því var breytt í hlutafélagið Greiðslumiðlun hf. árið 1986 sem varð Valitor árið 2007.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy