Fara í innihald

The Washington Post

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Washington Post)
Útgáfa Washington Post frá 21. júlí 1969 með fyrirsögninni „Örninn er lentur — Tveir menn ganga á Tunglinu“.

The Washington Post er mest lesna dagblað í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Það er líka elsta dagblað borgarinnar og var stofnuð árið 1877. Blaðið leggur áherslu á stjórnmál, bæði innanlands og erlendis.

Ein merkilegustu atvik í sögu dagblaðsins var þegar blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein hófu rannsókn á þeim atburðum sem síðar nefndust Watergate-hneykslið. Þessi rannsókn stuðlaði stórlega að afsögn Richards Nixon.

Síðan Leonard Downie, Jr. varð ritstjóri dagblaðsins árið 1991 hefur The Washington Post hlotið yfir 25 Pulitzer-verðlaun, meira en helming þeirra 47 verðlauna sem blaðið hefur fengið. Blaðið hlaut sex verðlaun árið 2008, flest verðlaun sem eitt blað hefur fengð á sama ári.

Frá árinu 2013 hefur eigandi The Washington Post verið Jeff Bezos, stofnandi Amazon.com.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sveinn Birkir Björnsson (11. ágúst 2013). „Salan á Washington Post vekur áhuga í tæknigeiranum“. Morgunblaðið. Sótt 28. janúar 2020.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy