Fara í innihald

Wikipedia:Máttarstólpar Wikipediu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Máttarstólpar Wikpediu eru fimm talsins og hugsaðir sem helstu viðmið Wikipediu:

Wikipedia er alfræðiorðabók og allur efniviður ætti því að vera í takt við það. Í alfræðiriti á að vera alfræðilegt efni. Wikipedia er ekki: vefhýsingaraðilli, bloggsíða, minningasafn, eða staður fyrir frumrannsóknir eða handahófsvalda tengla. Þetta er ekki rétti staðurinn til að berjast fyrir góðum málefnum, koma á framfæri skoðunum þínum eða segja reynslusögur.

Wikipedia notast við hlutleysisregluna, sem þýðir að allar greinar ættu að vera skrifaðar með hana í huga. Helst ættu greinar ekki að taka mið af neinu tilteknu sjónarmiði. Oft er það þó óhjákvæmilegt og þá skal öllum viðeigandi sjónarhornum gert jafn hátt undir höfði án allra hleypidóma. Öll gagnrýni skal vera sanngjörn og jöfn. Þetta þýðir líka að fólk ætti að geta heimilda, sérstaklega í umdeildum greinum, svo hægt sé að sannreyna fullyrðingar greinarinnar.

Wikipedia inniheldur frjálst efni, sem þýðir að allur texti er frjáls samkvæmt frjálsa handbókarleyfi GNU eða er í almannaeigu. Því má hver sem er breyta texta og engin hefur sérstaka stjórn yfir gefnum texta. Þetta þýðir að texti sem er verndaður af höfundarétti á ekki heima hér. Ein undantekning er þó frá þessari reglu, margmiðlunarefni í kynningar- og gagnrýnisskyni sem ekki má nýta til markaðssölu er leyft en við reynum að finna sambærilegar skrár undir frjálsu afnotaleyfi.

Wikipedia fylgir sérstökum reglum um samræður notenda; mannvirðing skal í hávegum höfð jafnvel þótt þið deilið. Verið kurteis, reynið að komast hjá því að gerast nærgöngul og forðist tilhæfulausar alhæfingar. Haldið ró ykkar og forðist breytingastríð.

Wikipedia hefur engar fastar reglur; fyrir utan þær sem hér eru taldar. Verið óhrædd við að gera breytingar, þið þurfið ekki að vera fullkomin. Það er hægt að taka aftur allar breytingar ef mistök verða.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy