Fara í innihald

Wilhelm Marx

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wilhelm Marx
Kanslari Þýskalands
Í embætti
30. nóvember 1923 – 15. janúar 1925
ForsetiFriedrich Ebert
ForveriGustav Stresemann
EftirmaðurHans Luther
Í embætti
17. maí 1926 – 12. júní 1928
ForsetiPaul von Hindenburg
ForveriHans Luther
EftirmaðurHermann Müller
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. janúar 1863
Köln, Þýskalandi
Látinn5. ágúst 1946 (83 ára) Bonn, Þýskalandi
StjórnmálaflokkurMiðflokkurinn (Zentrum)
MakiJohanna Verkoyen
TrúarbrögðKaþólskur
Börn4
HáskóliDreikönigsskóli, Háskólinn í Bonn
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður

Wilhelm Marx (15. janúar 1863 – 5. ágúst 1946) var þýskur lögfræðingur, stjórnmálamaður og meðlimur í kaþólska Miðflokknum. Hann var tvisvar kanslari Þýskalands, frá 1923 til 1925 og aftur frá 1926 til 1925. Hann var einnig forsætisráðherra Prússlands í stuttan tíma árið 1925. Samanlagt sat hann lengst allra kanslara Weimar-lýðveldisins.

Marx var sonur skólastjóra í Köln. Hann ólst upp í borginni, gekk þar í Dreikönigsskólann og fékk þaðan bakkalársgráðu árið 1881. Hann stundaði síðan laganám í háskólanum í Bonn. Eftir útskrift úr laganámi vann hann ýmis störf sem lögfræðingur og dómari auk þess sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum sem meðlimur kaþólska Miðflokksins. Sem kaþólikki átti Marx erfitt uppdráttar í lagageiranum á tíma þýska keisaraveldisins þar sem prússneskir mótmælendur nutu ýmissa forréttinda.[1] Marx sat lengi bæði á prússneska héraðsþinginu og þýska ríkisþinginu og var þar þekktur sem óumdeildur stjórnmálamaður og samningamaður sem tókst vel að miðla málum.[2]

Eftir að keisaraveldið hrundi og Weimar-lýðveldið var stofnað var Marx skipaður forseti hæstaréttarins[3] og síðar forseti hæstaréttar Berlínar.

Eftir að ríkisstjórn Gustavs Stresemann sprakk í nóvember árið 1923 fól Friedrich Ebert forseti Marx að mynda nýja ríkisstjórn og gerast kanslari. Marx myndaði minnihlutastjórn með Miðflokknum, þýska Þjóðarflokknum, bæverska Þjóðarflokknum og þýska Demókrataflokknum. Ríkisstjórn Marx kynnti nýjan gjaldmiðil, þýska rentenmarkið, til að styrkja bágstaddan efnahaginn,[4] samdi við aðskilnaðarsinna í Rínarlandi-Pfalz[5] og dró úr spennu á svæðum sem Frakkar og Belgar höfðu hernumið.[1] Marx tókst ekki að endurnýja ríkisstjórn sína eftir þingkosningar í lok ársins 1924.

Eftir að Ebert forseti lést árið 1925 bauð Marx sig fram í forsetakosningum sem frambjóðandi Miðflokksins. Hann hlaut 14,5% atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Hann tapaði að endingu fyrir Paul von Hindenburg[6] þar sem kommúnistinn Ernst Thälmann var einnig í framboði og klauf atkvæðahóp frjálslyndra og miðvinstrimanna sem vildu ekki harðlínumanninn Hindenburg sem forseta.

Í janúar árið 1926 varð Marx dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Hans Luthers. Hann tók við sem kanslari eftir að Luther sagði af sér í maí sama ár. Ríkisstjórn Marx hrundi eftir að Jafnaðarmaðurinn Philipp Scheidemann leiddi í ljós á þingfundi að þýski herinn hefði átt í samstarfi við rauða herinn. Marx tókst að halda í stjórnartaumana með því að fá öfgahægriflokkinn DNVP inn í stjórnarsamstarfið en ríkisstjórn hans hrundi endanlega í júní árið 1928 vegna deilna um skólalög sem Marx hugðist setja.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Biografie Wilhelm Marx (German)“. Bayerische Nationalbibliothek. Sótt 30. ágúst 2018.
  2. Ulrich von Hehl, Wilhelm Marx, Matthias-Grünewald-Verlag, 1987, bls. 12.
  3. Michael Fröhlich, Die Weimarer Republik: Portrait einer Epoche in Biographien, Primus, 2002, bls. 55.
  4. Andreas Wirsching, Die Weimarer Republik: Politik und Gesellschaft, Oldenbourg Verlag, 2000, bls. 15.
  5. Eugen Mayer, Skizzen aus dem Leben der Weimarer Republik, Duncker & Humblot, 1962, bls. 38.
  6. Christoph Wagner, Entwicklung, Herrschaft und Untergang der nationalsozialistischen Bewegung in Passau 1920 bis 1945, Frank & Timme GmbH, 2007, bls. 50.


Fyrirrennari:
Gustav Stresemann
Kanslari Þýskalands
(30. nóvember 192315. janúar 1925)
Eftirmaður:
Hans Luther
Fyrirrennari:
Hans Luther
Kanslari Þýskalands
(17. maí 192612. júní 1928)
Eftirmaður:
Hermann Müller


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy