Fara í innihald

1681-1690

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: 2. árþúsundið
Öld: 16. öldin · 17. öldin · 18. öldin
Áratugir: 1661–1670 · 1671–1680 · 1681–1690 · 1691–1700 · 1701–1710
Ár: 1681 · 1682 · 1683 · 1684 · 1685 · 1686 · 1687 · 1688 · 1689 · 1690
Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður

1681-1690 var níundi áratugur 17. aldar sem telst til árnýaldar í sögu Evrópu.

Atburðir og aldarfar

[breyta | breyta frumkóða]
Sendimenn frá Síam við hirð Loðvíks 14. árið 1686.
Hefðarkona frá Gdańsk árið 1685 á málverki eftir Andrzej Stech.
Eintak Newtons af frumútgáfu Principia Mathematica frá 1687 með handskrifuðum leiðréttingum fyrir næstu útgáfu.

Fyrsti samningurinn um landamæri Rússlands og Kína

[breyta | breyta frumkóða]

Í Kína var síðasta andstaðan við Kingveldið barin niður þegar her keisarans lagði Taívan undir sig 1683. Á norðurmörkum keisaradæmisins við Mansjúríu höfðu rússneskir kósakkar reist bækistöðvar við Amúrfljót skömmu eftir miðja öldina og færðu sig sífellt neðar eftir fljótinu í leit að frjósamari ræktarlöndum. 1682 hóf Kangxi að undirbúa að reka þá burt. Árið eftir var búið að rýma allar rússneskar bækistöðvar við fljótið nema virkið Albazino. Keisaraherinn vann virkið í tvígang 1685 og 1686 og Moskvustjórnin gerði sér grein fyrir því að Amúrhérað væri óverjandi. Stjórnin í Peking óttaðist hins vegar að Rússar myndu styðja óvinveitta Mongóla gegn þeim. Kína og Rússland gerðu með sér Nertsinsksamninginn árið 1689 þar sem ríkin sættust á landamæri norðan við Amúrfljót og eftir StanovojfjallgarðinumOkotskhafi. Þetta var fyrsti samningurinn milli ríkjanna tveggja.

Síamska uppreisnin

[breyta | breyta frumkóða]

Í konungsríkinu Ayutthaya í Síam (Taílandi) leitaðist Narai konungur við að styrkja tengslin við Vesturlönd, einkum Frakkland sem hann áleit mikilvægt mótvægi við áhrif Hollendinga og Portúgala. Helsti ráðgjafi konungs var kaþólskur Grikki, Konstantínos Gerakis, sem aflaði sér margra óvina innan hirðarinnar. Þegar konungur leyfði Frökkum að stofna virki með herliði í Bangkok og Mergui jókst andstaða landsmanna við útlendinga, einkum Frakka. Narai veiktist alvarlega 1688 og mandaríninn Phetracha leiddi hallarbyltingu gegn honum. Sama ár settust menn hans um frönsku virkin; liðið í Mergui flúði en í Bangkok vörðust Frakkar til haustsins þegar gerðir voru samningar um brottflutning þeirra. Samskipti milli Síam og Vesturlanda minnkuðu mikið í kjölfar atburðanna þrátt fyrir að hollendingar héldu áfram mikilli verslun þar og trúboðar jesúíta fengju að starfa áfram með ströngum skilyrðum.

Trúarofsóknir í Frakklandi

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1681 hóf franski herinn í Poitou að neyða húgenottafjölskyldur til að hýsa og kosta dragóna á heimilum sínum. Þetta var samþykkt af stjórninni í París þar sem stefna Loðvíks 14. var að neyða húgenotta til að snúast til kaþólskrar trúar eða flýja land ella. 1685 gaf konungur út Fontainebleu-tilskipunina þar sem þau réttindi sem mótmælendur höfðu fengið með Nantes-tilskipuninni voru afturkölluð. Mótmælendatrú var bönnuð og mótmælendakirkjur eyðilagðar. Í kjölfarið hófst mikill flótti mótmælenda frá Frakklandi til Nýja heimsins, auk Írlands, Englands, Hollands og Prússlands. Friðrik Vilhjálmur kjörfursti af Brandenborg gaf sama ár út Potsdamtilskipunina sem tryggði frönskum mótmælendum örugga ferð til Prússlands, leyfi til að syngja messu á frönsku og skattafríðindi. Efnahagur Frakklands skaðaðist hins vegar þar sem þekking á mörgum sviðum iðnaðar (t.d. silfursmíði, vefnaði, húsgagnasmíði og glergerð) glataðist með fólkinu.

Dýrlega byltingin í Englandi

[breyta | breyta frumkóða]

Í Englandi reyndu Viggarnir á þingi að koma í veg fyrir að hinn kaþólski Jakob 2. erfði krúnuna eftir bróður sinn Karl 2. en mistókst. Þegar Karl lést 1685 var Jakob krýndur með stuðningi íhaldsmanna og ensku biskupakirkjunnar. Uppreisn Monmouths gegn konungi sama ár var barin niður. Þótt kaþólsk trú konungsins væri honum fjötur um fót hugguðu menn sig við það að báðar dætur hans voru mótmælendur. Athafnir hans næstu árin öfluðu honum vaxandi óvinsælda þar sem hann reyndi að koma kaþólskum stuðningsmönnum sínum í allar lykilstöður innan þingsins, stjórnsýslunnar og hersins. Þegar konungur eignaðist son, Jakob Stúart prins af Wales árið 1688, jukust enn líkurnar á að kaþólskur konungur myndi erfa krúnuna. Á sama tíma var Níu ára stríðið í undirbúningi og Vilhjálmur 3. af Óraníu sá sér leik á borði að halda gegn Jakobi tengdaföður sínum með her og koma um leið í veg fyrir bandalag Englands og Frakklands. Hann undirbjó innrásina vandlega og aflaði henni stuðnings bæði í Hollandi og Englandi. Hann gekk á land með her sinn við Brixham í Devonskíri 5. nóvember 1688. Stuðningur við Jakob dvínaði hratt og hann flúði til Frakklands í desember sama ár.

Bandalög gegn Frökkum og Tyrkjum

[breyta | breyta frumkóða]

Í upphafi áratugarins hóf Loðvík 14. að leggja undir sig sveitir við austurlandamæri Frakklands og nýtti sér þar hvað samningarnir frá Nijmegen og Vestfalíu voru ónákvæmir. Tilgangurinn var að styrkja landamæri Frakklands með keðju víggirtra kastala. 1681 lagði franski herinn Strassborg undir sig og við Ítalíulandamærin nýtti hann sér uppkaup og hótanir til að ná undir sig hernaðarlega mikilvægum stöðum við landamærin. Á Spáni fjármögnuðu Frakkar uppreisnarmenn gegn spænsku stjórninni í Katalóníu sem hófu Barretinas-uppreisnina árið 1681. Spánn lýsti Frökkum stríði á hendur með stuðningi Heilaga rómverska ríkisins 1683. Stríðið stóð stutt og Frakkar sömdu um vopnahlé, meðal annars vegna tíðinda úr austri. Sama ár hóf Tyrkjaveldi nýja árás á Heilaga rómverska ríkið og réðist á Vín. Jóhann 3. Sobieski hélt þá Austurríkismönnum til bjargar með pólskan her. Innósentíus 11. hvatti til stofnunar bandalags gegn Tyrkjum og Heilaga bandalagið var myndað með þátttöku Heilaga rómverska ríkisins, Pólsk-litháíska samveldisins og Feneyska lýðveldisins. Rússneska keisaradæmið gerðist svo aðili að bandalaginu árið 1686. Tyrkjaveldi tapaði löndum sínum í Suðaustur-Evrópu smátt og smátt í röð ósigra gegn bandalaginu næstu árin og við tók langt hnignunarskeið. Undir lok áratugarins hófst síðan Níu ára stríðið milli Frakka og bandalags annarra Evrópuríkja.

Vísindasaga

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1684 ræddi Edmond Halley við Isaac Newton um sönnun á lögmálum Keplers og komst þá að því að Newton hafði þegar sannað þau en ekkert gefið út. Halley hvatti þá Newton til að gefa útreikninga sína út í bókinni Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica sem sumir höfundar vilja meina að marki upphaf upplýsingarinnar. 1690 gaf John Locke út An Essay Concerning Human Understanding sem hafði mikil áhrif á heimspeki upplýsingarinnar.

Jóhann 3. Sobieski við Vín á málverki eftir Jerzy Siemiginowski-Eleuter frá 1686.
Vilhjálmur 3. af Óraníu á málverki frá 9. áratugnum.
1681 1682 1683 1684 1685 1686 1687 1688 1689 1690
Aceh Inayat Syah (1678-1688) Ratu Kamalat Syah (1688–1699)
Ahomríkið Sulikphaa (1679-1681) Supaatphaa (1681–1696)
Ayutthaya Narai mikli (1656-1688) Phetracha (1688–1703)
Benínveldið Akenkpaye (1675–1684) Akengbedo (1684–1689) Ore-Oghene (1689–1701)
Bornúveldið Idris 4. af Bornú (1677-1696)
Brúnei Muhyiddin (1673-1690)
Búkarakanatið Subhan Quli Khan (1680–1702)
Búrma Minyekyawdin (1673-1698)
Dahómey Houegbadja (1645-1685) Akaba (1685–1716)
Dalai Lama Ngawang Lobsang Gyatso (1617-1682) Tsangyang Gyatso (1683/1697-1706)
Dansk-norska ríkið Kristján 5. (1670-1699)
Dsungarveldið Galdan (1670-1697)
England, Írland og Skotland Karl 2. (1660-1685) Jakob 2. Vilhjálmur 3. og María 2. (1688-1694)
Eþíópía Jóhannes 1. (1667-1682) Jósúa 1. (1682-1706)
Frakkland Loðvík 14. (1643-1715)
Heilaga rómverska ríkið Leópold 1. (1657-1705)
Holland Vilhjálmur 3. af Óraníu (1650-1702)
Japan Reigen (1663-1687) Higashiyama (1687-1709)
Tokugawa Tsunayoshi (1680-1702)
Johor Ibrahim af Johor (1677-1685) Mahmud 2. (1685-1699)
Kasakkanatið Tauke Khan (1680–1718)
Kongó Garcia 3. Nkanga a Mvemba (1669-1685) André 1. Mvizi a Nkanga Manuel Afonso Nzinga a Elenke (1685-1688) Álvaro 10. Nimi a Mvemba Agua Rosada (1688-1695)
Krímkanatið Murad Giray (1678-1681) Hacı 2. Giray Selim 1. Giray (1684-1691)
Lan Xang Sourigna Vongsa (1637-1694)
Lundaveldið Yaav 2. a Nawej (1660-1690) Mbala 1. Yaav (1690-1720)
Marattaveldið Sambhaji (1680-1689) Rajaram (1689-1700)
Marokkó Ismail Ibn Sharif (1672-1727)
Mógúlveldið Aurangzeb (1658-1707)
Ottómanaveldið Memeð 4. (1648-1687) Súleiman 2. (1687-1691)
Páfi Innósentíus 11. (1676-1689) Alexander 8. (1689-1691)
Portúgal Alfons 6. (1656-1683) Pétur 2. (1683-1706)
Pólsk-litháíska samveldið Jóhann 3. Sobieski (1673-1696)
Rússneska keisaradæmið Fjodor 3. (1676-1682) Pétur og Ívan 5. (1682-1696)
Safavídaríkið Súleiman 1. (1666-1694)
Spánn Karl 2. (1665-1700)
Svíþjóð Karl 11. (1660-1697)
Tjingveldið Kangxi (1661-1722)
Víetnam Trịnh Tạc (1654-1682) Trịnh Căn (1682-1709)
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy