Fara í innihald

Amon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lágmynd af Amon-Ra frá hofrústunum í Karnak

Amon eða Amún (fornegypska: ymn, gríska: Ἄμμων) var fornegypskur guð frá Þebu. Til eru heimildir um hann og konu hans Amonet frá tímum Gamla ríkisins. Frá 11. konungsættinni varð hann höfuðguð Þebu í stað fálkans Montjú.

Þegar Þeba gerði uppreisn gegn Hyksos-konungunum á öðru millitímabilinu og 18. konungsættin tók völdin varð Amon höfuðguð konungsættarinnar. Hann rann saman við sólguðinn Ra og var dýrkaður sem Amon-Ra. Hann hélt þeirri stöðu sinni allan þann tíma sem Nýja ríkið varði (fyrir utan stutt villutrúarskeið þegar Akenaten gerði sólskífuna Aten að höfuðguð ríkisins). Dýrkun Amon-Ra varð svo mikil að það nálgaðist eingyðistrú þegar aðrir guðir voru sagðir birtingarmyndir hans. Á þriðja millitímabilinu ríktu æðstuprestar Amons í Þebu yfir Efra Egyptalandi en átrúnaðinum tók að hnigna eftir því sem völd þeirra minnkuðu á 10. öld f.Kr.

Amon var líka dýrkaður utan Egyptalands. Véfréttir hans voru í Líbýu og í Núbíu og styttur af honum voru reistar í Þebu og Spörtu. Í Grikklandi var hann samsamaður Seifi og kallaður Seifur Ammon. Þar var hann sýndur með hrútshorn.

Ammonía og ammoníti eru orð sem dregin eru af grísku heiti Amons.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy