Fara í innihald

Atferlishyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atferlishyggja (einnig nefnd atferlisstefnan innan sálfræði) er bæði til innan sálfræði og þeirrar greinar heimspekinnar sem nefnist hugspeki.

Atferlishyggja í sálfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Innan sálfræði er atferlishyggja stefna. Þeir sem aðhyllast atferlishyggju telja að til þess að sálfræði nýtist sem vísindagrein verði að notast við hlutlægar mælingar. Þær geta verið lífeðlislegar, sjáanlegar eða munnlegar. Munnleg hegðun er notuð til marks um það sem gerist innra með fólki, líkt og tilfinningar og hugsanir. Hlutlægar mælingar eru grundvöllur þess að meta megi árangur í meðferð eða framvindu sjúklinga.

Atferlishyggjan náði að hluta til vinsældum vegna mótstöðu sinnar við kenningar sálaraflssinna. Atferlissinnar töldu sálaraflskenningar of flóknar og óljósar auk þess sem það er ekki hægt að sannreyna þær.

Róttæk atferlishyggja

[breyta | breyta frumkóða]

Í róttækri atferlishyggju er notast við hlutlægar mælingar. Miðað er að því að virknigreina hegðun og sjá hverjir undanfarar og afleiðingar hegðunar eru. Með tilliti til þessa er reynt að breyta eða móta hegðun. Róttækir atferlissinnar skoða styrkingarsögu lífveru og þekkja þau lögmál sem tengja saman áreiti og svörun til að geta skilið hegðun lífverunnar.

Meðal þeirra sálfræðinga sem aðhylltust róttæka atferlishyggju voru Burrhus Frederic Skinner og John Broadus Watson.

Atferlishyggja í hugspeki

[breyta | breyta frumkóða]

Atferlishyggja er einnig til í hugspeki. Þar eru hugarferli skilgreind út frá atferli eða tilhneigingum til hegðunar. Hugsanlega má segja að það sé verið að smætta hugarferli í atferli og tilhneigingar til hegðunar auk þess sem finningum er hafnað. Samkvæmt atferlishyggjunni er það að hafa hug í raun að hafa ákveðna getu og ákveðnar tilhneigingar. Samkvæmt þessu er allt tal um sálarlíf bara dulbúið tal um hegðun og tal um langanir annarra er merkingarlaust nema að svo miklu leyti sem það snýst um hegðun annarra.

Heimspekingurinn Rudolf Carnap var atferlishyggjumaður. Hann vildi þýða allt tal um hugarferli yfir í tal um atferli. Kenningin varð ekki langlíf innan hugspekinnar og fáir sannfærðust.

Atferlishyggja í hugspeki átti að vera kenning um hvað hugarferli séu, ólíkt atferlishyggju í sálfræði sem var fyrst og fremst kenning um að ekki bæri að rannsaka hugarferli heldur hegðun (þótt sumir atferlissinnar í sálfræði héldu því raunar einnig fram að hugsun væri hegðun). Sumir heimspekingar hafa talið að atferlishyggjan sé í raun miklu frekar kenning um hvernig megi greina eða skilja orðaforðann sem við notum yfir hugarferli, heldur en kenning um hugarferlin sjálf.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy