Fara í innihald

Athafnafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Athafnafræði er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um kenningar um ferlið sem liggur á bakvið mannlegar athafnir sem slíkar, til að mynda um ástæður til breytni. Þessi undirgrein felur meðal annars í sér þekkingarfræði, siðfræði, frumspeki, réttarheimspeki og hugspeki. Þeir sem fást við athafnafræði kallast athafnafræðingar og hefur fræðin vakið mikla athygli allt frá dögum Aristótelar og útgáfu hans á Siðfræði Níkomakkosar (nánar tiltekið III. bók). Með nýtilkomu viðeigandi tilrauna í sálfræði og taugavísindum er nú hægt að rannsaka margar kenningar í athafnafræði með vísindalegum aðferðum.

Stundum er athafnafræðinni lýst með tilvitnun í Ludwig Wittgenstein: „Hvað er eftir ef ég dreg þá staðreynd að hönd mín fer upp frá þeirri staðreynd að ég lyfti hendi minni?“

Gátur athafnafræðinnar innan hefðar rökgreiningarheimspekinnar eru m.a.:

  • Hver eru tímamörk athafnar? Getur athöfn t.d. lokið áður en afleiðing hennar kemur fram?
  • Er athöfn það sama og líkamleg hreyfing? Getur ein og sama hreyfingin undir ólíkum lýsingum verið ólíkar athafnir?
  • Er tiltekin athöfn það sama og tiltekinn atburður? Getur einn og sami atburðurinn undir ólíkum lýsingum verið ólíkar athafnir?
  • Hvernig ber að skýra eða réttlæta athafnir? Verða að vera orsakatengsl á milli útskýringarinnar og athafnarinnar (eins og bandaríski heimspekingurinn Donald Davidson lagði til)? Hvernig koma ætlanir gerandans málinu við?

Aðrar vangaveltur sem upp hafa komið í sambandi við athafnafræðina eru m.a.:

Fyrirmynd greinarinnar var „Philosophy of action“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. maí 2018.

  • Mele, Alfred (ritstj.), The Philosophy of Action (Oxford: Oxford University Press, 1997).
  1. timarit.is/view_page_init.jsp?issId=318254&pageId=4965185&lang=is
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy