Fara í innihald

Bamberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bambergs
Skjaldarmerki Bambergs
Staðsetning Bambergs
SambandslandBæjaraland
Flatarmál
 • Samtals54,58 km2
Hæð yfir sjávarmáli
262 m
Mannfjöldi
 • Samtals71.167 (31 desember 2.013)
 • Þéttleiki1.304/km2
Vefsíðawww.stadt.bamberg.de Geymt 19 mars 2011 í Wayback Machine

Bamberg er borg í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands með 71 þúsund íbúa (31. des 2013). Bamberg er háskólaborg. Miðborgin er á heimsminjaskrá UNESCO.

Bamberg liggur við ána Regnitz norðarlega í Bæjaralandi. Næstu borgir eru Nürnberg til suðurs (50 km), Würzburg til vesturs (70 km) og Bayreuth til austurs (40 km).

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Bamberg sýnir riddara með krossi. Við hlið hans er blár skjöldur með hvítum erni. Riddarinn er heilagur Georg, verndardýrlingur borgarinnar. Örninn táknar furstaættina sem stjórnaði borginni áður fyrr.

Bamberg er líklega nefnd eftir margreifaættinni Babenberg sem ríkti í Bæjaralandi forðum.[1]

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]
Í dómkirkjunni hvíla konungur, keisari og biskupar
Bamberg 1617

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Bamberg myndaðist, en borgin kemur fyrst við skjöl 902 og kallast þá Castrum Babenberch (kastalavirkið Babenberch). Það tilheyrði Babenberg ættinni sem dó út á þeirri öld og varð virkið þá eign konungs og keisara. 1007 stofnað Hinrik II keisari biskupsdæmi í Bamberg og í kjölfarið var dómkirkjan fræga reist. Síðan þá hefur Bamberg verið sjálfstætt furstadæmi í ríkinu, stjórnuð af biskupum. Í janúar 1430 ruddust hússítar frá Bæheimi að borgarhliðunum. Biskup flúði til Austurríkis og allir heldri íbúar flúðu sömuleiðis. Hússítar létu borgina hins vegar í friði, þannig að almúginn sem eftir varð notaði tækifærið og rændi klaustrin og hús hinna ríku. Á 17. öld varð Bamberg nokkurs konar miðstöð fyrir galdraofsóknir. Á tímabilinu 1612-1618 voru hvorki meira né minna en 300 manns brenndir í báli, þar á meðal borgarstjórinn sjálfur. Bamberg kom nokkuð við sögu í öllum helstu stríðum í ríkinu. Borgin skemmdist verulega af Svíum í 30 ára stríðinu, af Prússum í 7 ára stríðinu og af Frökkum í Napoleonstríðunum. 1802 hertók Bæjaraland borgina með aðstoð Frakka. Furstabiskupinn Christoph Franz von Buseck sagði af sér og endaði þar með stjórn biskupanna. Bamberg varð eftir það bærísk borg. Í heimstyrjöldinni síðari slapp Bamberg við allar loftárásir, en var hertekin af bandarískum her 1945. Árið 1993 var miðborg Bamberg sett á heimsminjaskrá UNESCO.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Körfuboltalið borgarinnar (sem nokkrum sinnum hefur skipt um nafn á síðustu árum) varð þýskur meistari 2005 og 2007, auk þess bikarmeistari 1992. Áhangendur liðsins eru þekktir fyrir ofuráhuga og læti. Í körfuboltaheiminum er borgin Bamberg því oft kölluð ‘Freak-City.’

Frægustu börn borgarinnar

[breyta | breyta frumkóða]
Ráðhúsið í Bamberg stendur á lítilli eyju í Regnitz

Byggingar og kennileiti

[breyta | breyta frumkóða]

Í Bamberg eru mýmargar kirkjur. Þegar horft er á þær úr lofti, mynda þær nokkurn veginn kross, Bamberg-krossinn. Allt í allt eru 1200 byggingar í miðborg Bamberg friðaðar. 1993 var miðborgin í heild sinni sett á heimsminjaskrá UNESCO.

  • Dómkirkjan í Bamberg er keisarakirkja og er aðalbygging miðborgarinnar. Í henni er keisaragröf, konungsgröf, páfagröf og hún er jafnframt hvíldarstaður furstabiskupanna.
  • Gamla ráðhúsið stendur á lítilli eyju í ánni Regnitz og er gullfallegt. Í því er stærsta postulínssafn Evrópu.
  • Frúarkirkjan í Bamberg er sérkennileg kirkjubygging. Að innan er málverkið Himnaför Maríu eftir hinn fræga ítalska málara Jacopo Tintoretto.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Geographische Namen in Deutschland, Duden, 1993, bls. 47.

Fyrirmynd greinarinnar var „Bamberg“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy