Fara í innihald

Breiddargráða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ýmis breiddargráður

Breiddargráða, sem gjarnan er táknuð með gríska stafnum φ (fí), gefur upp staðsetningu á jörðinni eða öðrum hnetti norðan eða sunnan miðbaugs.

Breiddargráða er hornrétt mæling á staðsetningu þannig að hornið er 0° við miðbaug, en 90° við heimskautin. Aðrar breiddargráður sem eru mikilvægar eru krabbabaugur (einnig kallaður hvarfbaugur nyrðri; breiddargráða 23°27′ norður) og steingeitarbaugur (einnig kallaður hvarfbaugur syðri; breiddargráða 23°27′ suður); norðurheimskautsbaugur (66°33′ norður), og suðurheimskautsbaugur (66°33′ suður). Eingöngu á breiddargráðum á milli hvarfbauganna getur sólin náð hæsta punkti á himni. Eingöngu innan heimskautsbauganna (breiddargráður stærri en 66°33′ til norðurs eða suðurs) er miðnætursól sjáanleg.

Allar staðsetningar á gefinni breiddargráðu eru sagðar samsíða, þar sem þær eru á samsíða fleti, og allir slíkir fletir eru samsíða miðbaug. Breiddargráðulínur aðrar en miðbaugur eru smærri hringir á yfirborði jarðar: Þeir eru ekki gagnvegir sökum þess að stysta lína milli tveggja punkta á sömu breiddargráðu krefst þess að fjarlægjast miðbaug.

Breiddargráða skilgreinir lauslega hita- og veðurfarstilhneigingar, heimskautaljós, ríkjandi vindátt og önnur eðlislegum einkenni landfræðilegra staðsetninga.

Hverri breiddargráðu er skipt upp í 60 mínútur, sem hverri um sig er skipt í 60 sekúndur. Breiddargráða er því rituð á forminu 64° 05′ 20" N (breiddargráða ráðhúsklukkuturnsins í Garðabæ). Annar ritháttur er að nota gráður, mínútur og brot úr mínútu, t.d. 64° 05,297′ N (sami punktur). Stundum er norður-/suður-viðskeytinu skipt út þannig að mínusmerki tákni suður.

Breiddarbaugar

[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að draga óteljandi marga hringi umhverfis jörðina með þeim hætti sem lýst er að ofan, á bilinu [-90°, 90°]. Þessir hringir eru kallaðir breiddarbaugar, og eru þeir misstórir - ummál þeirra er næstum núll við pólanna, en jöfn ummáli jarðar við miðbaug.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy