Fara í innihald

Suðurpóllinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landfræðilegi Suðurpóllinn.

Suðurpóllinn er sá punktur, syðst á Jörðinni, þar sem allir lengdarbaugar koma saman og mætast í einum punkti. Ásamt Norðurpólnum er hann sá punktur á jarðkringlunni sem er fjarlægastur miðbaug. Norðmaðurinn Roald Amundsen komst fyrstur manna á Suðurpólinn þann 14. desember 1911.

Segulsuður

[breyta | breyta frumkóða]

Skammt frá hinum landfræðilega suðurpól er segulsuður sem er sá punktur á jörðinni þar sem allar línur jarðsegulsviðsins beinast 'upp á við' í átt að segulnorðri. Staðsetning segulsuðurs er síbreytileg og sífellt þarf að endurreikna nákvæma staðsetningu þess.

Óaðgengipóllinn - landfræðileg miðja

[breyta | breyta frumkóða]

Sá staður á Suðurskautslandinu þar sem jafnlangt er í allar áttir til strandar Suðurhafsins kallast óaðgengipóllinn. Mun erfiðara er að komast að honum en hinum landfræðilega pól sem er í tæplega 900km fjarlægð. Fyrsti hópur gangandi manna komst á pólinn þann 20. janúar 2007 eftir sjö vikna för en fyrst komust menn að honum árið 1958, þá á vélsleðum.

  • „Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?“. Vísindavefurinn.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy