Fara í innihald

Hiragana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hiragana (平仮名 eða ひらがな, bókstaflega þýðir „streymandi kana“ eða „einfalt kana“) er annað tveggja atkvæðatáknrófa í japönsku, en hitt er katakana. Þau, ólíkt kanji, lýsa atkvæðum frekar en hugtökum og eru því líkari hebresku, eþíópísku, ndjuká eða inuktitut heldur en öðrum austurlenskum ritkerfum.

    0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 A B C D E F
304  
305  
306  
307  
308  
309  
Hiragana tekur kóðapunkta U+3040 – U+309F í Unicode [1]

Hiragana er notað fyrir:

  • Japönsk orð sem eru ekki til kanji fyrir, t.d. málfræðilegar eindir á borð við kara (から) og endingar orða á borð við ~san (さん).
  • Japönsk orð þar sem kanji rithátturinn er óþekktur ritaranum, ekki búist við því að lesendur skilji, eða of formlegt fyrir tilefnið.
  • Beygingar sagnorða og lýsingarorða, t.d. sagnbeygða orðið 食べました (たべました, tabemashita; formleg leið til að segjast hafa borðað). Notuð svona eru hiraganain kölluð okurigana (送り仮名).
  • Að gefa upp framburð kanji tákna til lesanda sem þekkja þau ef til vill ekki. Notuð á þennan máta eru þau kölluð furigana á japönsku, eða ruby á vesturlöndum.

Hiragana samanstendur af 50 grunntáknum og tveimur aðgreiningarmerkjum (diacritics), ° og ¨, sem gefa 25 tákn til viðbótar. Einnig eru til mörg atkvæði sem lýst eru með tveimur táknum, þ.e. atkvæðatákni sem dregur samhljóða inn í atkvæðið og svo ýmist ya (や), yu (ゆ), eða yo (よ). Þá er hefðin að það tákn sé skrifað smærra en hitt, til þess að fjarlægja allan vafa um réttan framburð, t.d. er kya (きゃ) skrifað „ki“ (き) og „ya“ (や).

Táknin eru kölluð gojūon (五十音, bókstaflega „fimmtíu hljóð“, en af þeim eru eingöngu 45 í almennri notkun í dag), sem geta svo breyst á eftirfarandi vegu:

  • dakuten (濁点) aðgreiningarmerki (゛) breytir órödduðum samhljóða í raddaðan samhljóða, t.d. k→g, t→d, s→z, og h→b.
  • handakuten (半濁点) aðgreiningarmerki (゜) breytir h→p.
  • Að bæta við smækkuðu ya, yu eða yo (ゃ, ゅ eða ょ) breytir framburði „i“ hljóðsins í atkvæðinu í mjúkt millihljóð.
  • Smækkað tsu (っ) gefur til kynna framburðarstöðvun. Að öllu jöfnu kemur þetta eingöngu á undan samhljóðum sem eru frammældir eða tannmældir. Þetta er gefið upp í romaji með því að tvöfalda samhljóðann. Stundum kemur þetta á eftir síðasta sérhljóða orðs til þess að lýsa undrun.

Það eru til aðrar aðferðir til þess að lýsa hljóðum í hiragana, t.d. með notkun smækkaðra mynda hinna fimm stöku sérhljóða. Þetta er ekki almennt notað í formlegri skrift, en er stundum notað í katakana á tökuorðum til þess að lýsa betur upprunalegum framburði orðsins.

Það eru nokkur hiragana sem eru ekki í stöðluðu nútíma táknrófi. wi (ゐ) og we (ゑ) eru úreld. Vu (ゔ) er nútímalegt og borið fram bwu til þess að áætla „v“ hljóðið í erlendum tungumálum á borð við íslensku eða ensku. Það er mjög sjaldgæft samt vegna þess að tökuorð eru yfirleitt rituð í katakana.

Ef að tölvan þín hefur leturgerð sem styður Japanska stafi getur þú séð eftirfarandi töflu af hiragana ásamt Hepburn rómönskun þeirra. Úrelt kana eru sýnd í rauðum lit.

Hepburn rómönskun á Hiragana
a i u e o (ya) (yu) (yo)
ka ki ku ke ko きゃ kya きゅ kyu きょ kyo
sa shi su se so しゃ sha しゅ shu しょ sho
ta chi tsu te to ちゃ cha ちゅ chu ちょ cho
na ni nu ne no にゃ nya にゅ nyu にょ nyo
ha hi fu he ho ひゃ hya ひゅ hyu ひょ hyo
ma mi mu me mo みゃ mya みゅ myu みょ myo
ya yu yo
ra ri ru re ro りゃ rya りゅ ryu りょ ryo
ワ wa ゐ wi ゑ we を wo
n
ga gi gu ge go ぎゃ gya ぎゅ gyu ぎょ gyo
za ji zu ze zo じゃ ja じゅ ju じょ jo
da ji zu de do
ba bi bu be bo びゃ bya びゅ byu びょ byo
pa pi pu pe po ぴゃ pya ぴゅ pyu ぴょ pyo
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy