Fara í innihald

Hraði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orkuglampi verður til við árekstur á ofurhraða í tilraun sem líkir eftir því hvað gerist þegar geimrusl á sporbaug rekst á geimskip.

Hraði er vigurstærð, sem lýsir ferð og stefnu hreyfingarinnar. SI-mælieining er metri á sekúndu, táknað m/s. Hraði núll þýðir að hlutur sé kyrrstæður. Hraði bifreiða er mældur í kílómetrum á klukkustund (km/h), en 1 km/h = 0,278 m/s. Ljóshraði, sem er 299.792.458 m/s í tómarúmi, er mesti mögulegi hraðinn.

Athuga ber að stærð hraðavigursins kallast ferð (enska: speed), þó yfirleitt sé aðeins talað um hraða þegar átt er við ferð.

Skilgreining

[breyta | breyta frumkóða]

Í daglegu tali er orðið hraði oft notað á óformlegan hátt, og getur þá átt við hugtökin ferð eða um meðalhraða.

Meðalhraða hlutar (v) sem hreyfist eftir beinni línu um vegalengd (d) á tímanum (t) er lýst með jöfnunni:

Formlega er hraði þó skilgreintur með aðstoð deildunar, þannig að hraði (v) hlutar sem hefur staðsetninguna x(t) á sérhverjum tíma (t) er fyrsta afleiðan af staðsetningunni x(t):

.

Sé hraði hlutar á tilteknu tímabili þekktur, ásamt upphafsstaðsetningu hans, er hægt að finna staðsetningu hlutarins hvenær sem er á þessu tímabili með því að nota heildun.

Þar sem hröðun er fyrsta afleiða hraða er einnig er hægt að nota heildun til að finna hraða (v) hlutar hvenær sem er á tilteknu tímabili, að því gefnu að upphafshraði v0 og hröðun hlutarins á tímabilinu sé þekkt, með jöfnunni:

.

Meðalhraði

[breyta | breyta frumkóða]

Meðalhraði er sá hraði sem hlutur hreyfist að jafnaði á yfir tiltekna vegalengd. Hægt er að finna hann með því að deila vegalengdinni sem hluturinn fór með þeim tíma sem tók að fara hana.

Meðalhraði er táknaður með (bókstafurinn v með lárétta línu yfir). Eins og þessi táknun ber með sér, þá er meðalhraðinn skilgreindur sem vigur.

Meðalhraði er reiknaður svona:

er heildarvegalengdin sem farin er og heildarlengd tímabilsins.
  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy