Fara í innihald

Máritanía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslamska lýðveldið Máritanía
الجمهورية الإسلامية الموريتانية
Al-Jumhuriyah al-Islamiyah al-Muritaniyah
République Islamique de Mauritanie
Fáni Máritaníu Skjaldarmerki Máritaníu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
شرف إخاء عدل (arabíska)
Heiður, bræðralag, réttlæti
Þjóðsöngur:
Bilada-l ubati-l hudati-l kiram
Staðsetning Máritaníu
Höfuðborg Núaksjott
Opinbert tungumál arabíska, franska
Stjórnarfar Íslamskt lýðveldi

Forseti Mohamed Ould Ghazouani
Forsætisráðherra Mohamed Ould Bilal
Sjálfstæði
 • frá Frakklandi 28. nóvember 1960 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
28. sæti
1.030.000 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
127. sæti
4.403.313
3,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 18,117 millj. dala (134. sæti)
 • Á mann 4.563 dalir (140. sæti)
VÞL (2019) 0.546 (157. sæti)
Gjaldmiðill Ouguiya (MRO)
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .mr
Landsnúmer +222

Máritanía (arabíska موريتانيا‎ Mūrītānyā; berbíska Muritanya eða Agawej; wolof Gànnaar; soninke Murutaane; pulaar Moritani) er land í Norður-Afríku, en er stundum einnig talið til Vestur-Afríku þar sem það tilheyrir bæði Magrebsvæðinu og Sahelsvæðinu. Það á strandlengju að Atlantshafi í vestri og landamæri að Vestur-Sahara í norðri, Alsír í norðaustri, Malí í austri og Senegal í suðri. Ríkið dregur nafn sitt af hinu forna konungsríki Berba, Máretaníu. Höfuðborg og stærsta borg Máritaníu er Núaksjott.

Þann 6. ágúst 2008 var gerð herforingjabylting í landinu og hershöfðinginn Mohamed Ould Abdel Aziz tók við völdum. Hann sagði af sér herforingjatign árið eftir til að taka þátt í forsetakosningum sem hann vann. Forsetakosningar í Máritaníu 2019 voru fyrsta friðsamlega valdatilfærslan í landinu frá sjálfstæði.

Máritanía er rík af náttúruauðlindum en landið er þó enn fátækt. Flestir landsmenn vinna við landbúnað, námugröft og í olíuvinnslu, auk fiskveiða.

Þrælahald er útbreitt vandamál í Máritaníu, en áætlað er að 600.000 manns, tæplega 20% íbúa, lifi við þrældóm. Þrælahald hefur verið bannað með lögum í landinu oftar en einu sinni, síðast árið 2007.

Máritanía dregur nafn sitt af hinu forna Berbaríki Máretaníu sem var við lýði á 3. öld f.Kr. og varð síðar rómverskt skattland til 7. aldar e.Kr. Löndin eru þó ekki alveg hin sömu: hin sögulega Máretanía var mun norðar en núverandi Máritanía, og náði yfir allan vesturhluta Miðjarðarhafsstrandar Afríku.

Nafnið er upphaflega dregið af grísku, og síðar rómversku, heiti yfir þeldökka íbúa svæðisins, Mára, sem einnig gáfu Marokkó nafn sitt.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Hæðakort af Máritaníu.

Máritanía er í vestanverðri Afríku. Landið er rúmir milljón ferkílómetrar að stærð og er fremur flatlent með stórar þurrar sléttur með stöku hæðahryggi og kletta.[1] Máritanía á strönd að Norður-Atlantshafi, milli Senegal og Vestur-Sahara, Malí og Alsír.[1] Máritanía telst bæði til Sahelsvæðisins og Magrebsvæðisins. Um þrír fjórðu hlutar landsins eru eyðimörk eða hálfeyðimörk.[2] Vegna þrálátra og alvarlegra þurrka hefur eyðimörkin farið stækkandi frá miðjum 7. áratugnum.

Í miðju landinu er röð af misgengisstöllum sem vísa í suðvestur og skilja á milli nokkurra sandsteinsslétta. Hæst þessara slétta er Adrarsléttan sem nær 500 metra hæð.[3] Vinjar með vatnsuppsprettum liggja undir sumum af þessum stöllum. Stök fjöll, sem oft eru auðug af jarðefnum, rísa yfir slétturnar. Minnstu tindarnir nefnast guelb og þeir stærri kediet. Guelb er Richat er áberandi í norður-miðhéraðinu og Kediet ej Jill við borgina Zouîrât nær 915 metra hæð og er hæsti tindur landsins. Slétturnar lækka smám saman í norðaustur í átt að El Djouf eða „Auðninni“ þar sem stórar sandöldur renna saman við Saharaeyðimörkina. Í vestri, milli sjávar og hásléttanna, skiptast á landsvæði með leirjarðvegi (reg) og sandöldum (erg) sem sumar hverjar færast til undan vindi. Sandöldurnar fara stækkandi eftir því sem norðar dregur.

Náttúrulegur gróður fylgir úrkomumynstri og nær frá leifum af hitabeltisregnskógi við Senegalfljót, að kjarri og gresju í suðaustri. Eina sandeyðimörkin er í miðju landinu og norðurhlutanum.

Richat-myndunin, sem hefur verið kölluð „auga Sahara“,[4] er klettamyndun sem minnir á sammiðja hringi á Adrarsléttunni við Ouadane í vestur-miðhluta landsins.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýsla landsins er í höndum hefðbundinna ráðuneyta, stofnana og opinberra félaga. Innanríkisráðherra er yfirmaður héraðsstjóra og umdæmisstjóra sem líkjast franska sveitarstjórnarkerfinu. Samkvæmt þessu kerfi skiptist Máritanía í 15 héruð (wilaya eða régions).

Landið er mjög miðstýrt, en takmörkuð valddreifing hefur átt sér stað í nokkrum þing- og sveitarstjórnakosningum frá 1992. Héruðin skiptast í 44 sýslur (moughataa). Héruðin og höfuðborgarumdæmið ásamt höfuðstöðum þeirra eru í stafrófsröð:

Héruð Máritaníu.
Hérað Höfuðstaður #
Adrar Atar 1
Assaba Kiffa 2
Brakna Aleg 3
Dakhlet Nouadhibou Nouadhibou 4
Gorgol Kaédi 5
Guidimaka Sélibaby 6
Hodh Ech Chargui Néma 7
Hodh El Gharbi Ayoun el Atrous 8
Inchiri Akjoujt 9
Nouakchott-Nord Dar-Naim 10
Nouakchott-Ouest Tevragh-Zeina 10
Nouakchott-Sud Arafat 10
Tagant Tidjikdja 11
Tiris Zemmour Zouérat 12
Trarza Rosso 13
Márísk fjölskylda á Adrarsléttunni.

Íbúar Máritaníu eru um 4,3 milljónir. Uppruni íbúa landsins er þrenns konar: Sahrawar (Bidhan) eða „hvítir Márar“, Haratinar eða „svartir Márar“, og ýmsir vesturafrískir þjóðflokkar. Um 52% íbúa eru Bidhan, um 30% Haratin og 17% af öðrum þjóðum samkvæmt tölfræðiskrifstofu. Bidhanar tala hassanya-arabísku og eru Berbar að uppruna. Haratinar eru afkomendur upprunalegra íbúa Tassili n'Ajjer og Acacus-fjalla.[5][6] Aðrir íbúar landsins eru aðallega af vesturafrískum uppruna. Þar á meðal eru nígerkongómælandi Fúlar, Soninkar, Bambarar og Wolofar.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Thomas Schlüter (2008). Geological Atlas of Africa: With Notes on Stratigraphy, Tectonics, Economic Geology, Geohazards, Geosites and Geoscientific Education of Each Country. Springer Science & Business Media. bls. 166. ISBN 978-3-540-76373-4. Afrit af uppruna á 22. maí 2020. Sótt 7. júní 2020.
  2. Njoki N. Wane (2009). A Glance at Africa. AuthorHouse. bls. 58–. ISBN 978-1-4389-7489-7. Afrit af uppruna á 22. maí 2020. Sótt 7. júní 2020.
  3. R. H. Hughes (1992). A Directory of African Wetlands. IUCN. bls. 401. ISBN 978-2-88032-949-5. Afrit af uppruna á 22. maí 2020. Sótt 7. júní 2020.
  4. „The Eye Of The Sahara - Mauritania's Richat Structure“. WorldAtlas (bandarísk enska). 25. apríl 2017. Sótt 9. desember 2021.
  5. Anthony Appiah; Henry Louis Gates (2010). Encyclopedia of Africa. Oxford University Press. p. 549. ISBN 978-0-19-533770-9., Quote: "Haratine. Social caste in several northwestern African countries consisting of blacks, many of whom are former slaves (...)"
  6. Gast, M. (2000). "Harṭâni". Encyclopédie berbère - Hadrumetum – Hidjaba (in French). 22.
  7. „The World Factbook – Africa – Mauritania“. CIA. Afrit af uppruna á 22. nóvember 2015. Sótt 16. maí 2007.
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy