Fara í innihald

Magnús Eyjólfsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Magnús Eyjólfsson (14351490) var biskup í Skálholti frá 1479.

Magnús var sonur Eyjólfs Magnússonar mókolls, bónda á Hóli í Bíldudal, og konu hans Helgu Þórðardóttur frá á Rauðasandi. Hann varð djákni 1460 og ábóti á Helgafellsklaustri 1470-1477, en þá varð hann biskup.

Snemma á biskupstíð sinni sendi Magnús fyrirspurn um það til páfa hverrar ættar selir skyldu teljast og hvort væri óhætt að borða sel á föstunni. Sixtus IV svaraði honum 6. febrúar 1481 og sagði að um föstutímann væri heimilt að borða sævarfisk þann sem almennt væri nefndur selur.[1]

Magnús þótti ekki í hópi hinna merkari Skálholtsbiskupa og fer litlum sögum af embættisferli hans.



Fyrirrennari:
Sveinn spaki Pétursson
Skálholtsbiskup
(14791490)
Eftirmaður:
Stefán Jónsson


  1. [1]
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy