Fara í innihald

Nægtahorn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Livía með nægtarhorn, stytta frá 1. öld e.Kr.

Nægtahornið eða gnægtahornið (cornu copiae) var horn sem á sér að minnsta kosti tvær skýringar í grískri goðafræði.

Sú fyrsta er sú að þegar Herakles barðist við Akkelóos, sem var allra fljótsguða mestur, um ástir Dejaneiru, brá Akkelóos sér í allra kvikinda líki og varð loks að nauti. Braut Herakles annað hornið af nautinu og fyllti ein dísanna horn þetta af blómum og ávöxtum: Það var hið fyrsta nægtarhornið.

Önnur tilurðarsaga nægtarhornsins er að Amalþeia dóttir Melissosar, Krítarkonungs hafi gefið Seifi geitarmjólk að drekka í reifum. Seifur gaf henni seinna horn geitarinnar, sem hafði þann kraft að geta uppfyllt óskir eiganda síns.

Rómverska gæfu- og örlagagyðjan Fortúna er oft sýnd með nægtarhorn í myndlist.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy