Fara í innihald

Páll Einarsson (borgarstjóri)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Páll Einarsson (25. maí 1868 á Hraunum í Fljótum17. desember 1954 í Reykjavík) var lögmaður, hæstaréttardómari og fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var kosinn í það embætti af bæjarstjórn Reykjavíkur þann 7. maí árið 1908 og gegndi því í sex ár eða til 1914.

Páll menntaðist í Reykjavík og seinna í Kaupmannahafnarháskóla.

Starf borgarstjóra var auglýst í blaðinu Ingólfi. Einn annar sótti um starfið en það var Knud Zimsen, bæjarfulltrúi. Kosið var á bæjarstjórnarfundi og féllu atkvæði þannig að Knud fékk þrjú atkvæði og Páll tíu. Þess má geta að Knud tók við af Páli sem borgarstjóri.

Áður en Páll gerðist borgarstjóri hafði hann verið sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1893-99 og í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1899-1908 með aðsetur í Hafnarfirði. Eftir að störfum hans fyrir Reykjavíkurbæ lauk gerðist hann sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri 1914-19.

Meðal barna Páls voru verkfræðingarnir Árni, Einar Baldvin og Ólafur.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, er barnabarn hans.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy