Fara í innihald

Samhverfa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samhverfa er mikilvægt hugtak, sem hefur margvíslega merkingu innan vísinda, en á almennt við að mögulegt sé að spegla tiltekið fyrirbæri. Fyrirbæri sem ekki er unnt að spegla kallast ósamhverf.

Málfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Sum orð, setningar, bókstafa-, talna- eða táknarunur má spegla á þann hátt að þau verð eins hvort sem lesið er áfram eða afturábak, t.d.

  • Rör
  • Radar
  • Algul ugla
  • Rut fann illa kallinn aftur
  • Löggur banna bruggöl
  • 12321

Stærðfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Samhverfa gegnir mikilvægu hlutverki innan stærðfræðinna, því hún leyfir einföldun og alhæfingar, t.d.

  • kallast fall f(x), samhverft um y-ás ef f(x) = f(-x) gildir fyrir öll x
  • kallast rúmmynd samhverf ef mögulegt er að hluta hana niður í einslaga rúmmyndir
  • jafngildisvensl „~“ á mengi S kallast samhverf ef eftirfarandi fyrir öll stök a og b í S gildir: a ~ b <=> b ~ a

Eðlisfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Eðlisfræðin leyfir alhæfingar, sem byggjast á samhverfu, t.d.

  • má reikna rúmmál hluta með snúðsamhvefu með því að heilda fallið 2f(x)dx, þar sem ferillinn f(x)lýsir yfirborði hlutarins með x-ás er samhverfuás.
  • eru kraft- og rafsvið frá pukntmassa eða punkthleðslu samhverf um punktinn
  • Emmy Noether,[1] sem leiðbeindi Einstein í stærðfræði sannaði mikilvægt lögmál, sem mikið er notað og við hana kennt, sem segir að samhverfu fylgi varðveislulögmál.

Efnafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Efnafræðin fallar m.a. samhverfu sameinda og efnahvarfa, t.d.

  • líta samhverfar sameindir eins út sé þeim snúið um samhverfuás
  • samhverf efnahvörf gagna jafn í báðar áttir.
  1. „Emmy Noether“. en.Wikipedia. Sótt 9. feb. 2021.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy