Fara í innihald

Stikilsberjarunni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stikilsber
Stikilsber
Stikilsber
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Steinbrjótsbálkur (Saxifragales)
Ætt: Garðaberjaætt (Grossulariaceae)
Ættkvísl: Ribes
Tegund:
R. uva-crispa

Tvínefni
Ribes uva-crispa
L.

Stikilsber (fræðiheiti: Ribes uva crispa eða Ribes grossularia) eru ber af runna sem vex villtur víða í norðanverðri Evrópu og Norður-Ameríku og þrífst ágætlega í görðum hérlendis. Stikilsber hafa þó ekki verið algeng hér hingað til. Stikilsberjarunninn er nokkuð harðgerður og fljótur til á vorin en þarf gott skjól og fremur hlýtt sumarveður til að berin þroskist. Þau þola hins vegar dálítið frost og þykja jafnvel betri fyrir vikið.

Greinarnar eru þyrnóttar og runnarnir oft fremur þéttir. Berin eru oftast ljósgræn en geta einnig verið rauðleit og fleiri litbrigði þekkjast. Ber sumra afbrigða eru svolítið hærð. Fuglar sjá þau oftast í friði. Þau eru frekar súr og eru yfirleitt ekki borðuð eins og þau koma fyrir, heldur soðin í sultu eða kryddsultu (chutney), notuð í bökur, búðinga o.fl.

Stikilsber í íslenskri menningu

[breyta | breyta frumkóða]
  • Stikilberja-Finnur (enska: Huckleberry Finn), sögupersóna í nokkrum bókum eftir bandaríska rithöfundinn Mark Twain, er í rauninni alls ekki kenndur við stikilsber í frumtextanum. Huckleberry er notað sem orð yfir ýmsar berjategundir af ættkvíslunum Vaccinium og Gaylussacia.
  • Tökuþýðingin gæsaber (enska: gooseberries) hefur líka stundum verið notað yfir stikilsber (m.a. í blöðum Vestur-Íslendinga).
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy