Vegakerfið á Íslandi
Samkvæmt vegalögum skiptist vegakerfið á Íslandi upp í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, almenna stíga og einkavegi.[1][2]
Vegtegundir
[breyta | breyta frumkóða]Þjóðvegir
[breyta | breyta frumkóða]Þjóðvegir eru akvegir ætlaðir fyrir almenna umferð milli staða utan þéttbýlis. Þjóðvegir eru taldir upp í sérstakri vegaskrá. Þeim er viðhaldið með fjárveitingum úr ríkissjóði. Þeim er ætlað ásamt vegum sveitarfélaga, að mynda eðlilegt, samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins. Þjóðvegum er skipað í eftirfarandi flokka:
- Stofnvegir eru hluti af grunnkerfi samgangna sem er skilgreint í samgönguáætlun. Stofnvegir tengja saman byggðir landsins og er ætlað að mynda kerfi vega er tengja þéttbýlisstaði með 100 íbúa eða fleiri. Til stofnvega teljast einnig umferðarmestu vegir er tengja sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægir vegir á hálendinu fyrir flutninga og ferðaþjónustu teljast einnig til stofnvega en þeim er viðhaldið árstíðabundið og oft lokaðir að vetrum.
- Tengivegir eru vegir utan þéttbýlis sem liggja milli stofnvega eða af stofnvegi á tengiveg. Þeir er a.m.k. 2 km langir, vegir sem tengja landsvegi við stofnvegakerfið. Hér eru einnig mikilvægir vegir að helstu flugvöllum, höfnum og ferjuhöfnum, ef þeir eru ekki stofnvegir. Stofnvegir eru líka í þjóðgörðum og vegir að fjölsóttum ferðamannastöðum utan þéttbýlis.
- Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, skólum og öðrum opinberum stofnunum í dreifbýli. Héraðsvegir eru í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Jafnframt er heimilt að telja vegi að sumarbústaðahverfum með 30 bústaði eða fleiri sem héraðsvegi.
- Landsvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast til ofangreindra vegflokkum og aflagðir byggðavegir á eyðilendum. Þeir hafa oftast árstíðabundna umferð og hafa minna eftirliti og þjónustu en á öðrum þjóðvegum.
Sveitarfélagsvegir og almennir stígar
[breyta | breyta frumkóða]- Samkvæmt vegalögum eru sveitarfélagsvegir þeir vegir í þéttbýli sem ekki teljast til þjóðvega. Sveitarfélög sjá um þá enda eru þeir ætlaðir almenningi til frjálsrar umferðar.
- Almennir stígar eru reiðstígar, göngu- og hjólreiðastígar sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar. Þeim er viðhaldið af sveitarfélögum eða af ríkinu.
Einkavegir
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnun
[breyta | breyta frumkóða]Samgönguáætlun
[breyta | breyta frumkóða]Alþingi markar heildarstefnu í samgöngumálum, svokallaða samgönguáætlun, til fimmtán ára. Þar er gerð grein fyrir stefnu ríkisins og helstu áætlunum í samgöngumálum. Samgönguáætlun tekur til fjáröflunar og útgjalda til flugmála, vegamála og siglingamála. Núverandi samgönguáætlun gildir fyrir árin 2019–2033. Henni fylgir síðar sérstök aðgerðaáætlun fyrir fyrsta tímabilið, 2019–2023.[3]
Fjögurra ára samgönguáætlunin er gerð til nánari sundurliðunar 12 ára áætlunarinnar og er endurskoðuð annað hvert ár. Sá hluti hennar er tekur til vegamála heitir vegáætlun.[4]
Vegagerðin
[breyta | breyta frumkóða]Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi og hefur þar með forræði yfir þjóðvegum. Í sérstökum vegalögum sem sett vor til að stuðla að greiðum og öruggum samgöngum, segir um þjóðvegi:[5]
„Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. Þeir skulu ásamt sveitarfélagsvegum mynda eðlilegt, samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.”
Yfirstjórn vegamála
[breyta | breyta frumkóða]Yfirstjórn vegamála er á höndum samgönguráðherra. Vegagerðin sem er sjálfstæð ríkisstofnun, annast þátt ríkisins í framkvæmd vegalaga. Sérstök ríkisstofnun Samgöngustofa, annast síðan eftirlit með framkvæmd umferðaröryggisstjórnunar vegamannvirkja. Hún setur verklagsreglur um framkvæmd eftirlitsins.[6]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur Vegagerðarinnar
- Upplýsingarit Vegagerðarinnar "Þjóðvegir í þéttbýli"
- Þjóðvegur
- Listi yfir þjóðvegi á Íslandi
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „80/2007: Vegalög“. Alþingi. Sótt 9. mars 2019.
- ↑ Vegagerðin (2012). „Vegakerfið 2012 - Kynningarrit“ (PDF). Vegagerðin. Sótt 8. mars 2019.
- ↑ „Stjórnarráðið | Samgönguáætlun 2019-2033“. www.stjornarradid.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2020. Sótt 9. mars 2019.
- ↑ „Vegáætlun“. Vegagerðin. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2019. Sótt 10. mars 2019.
- ↑ „80/2007: Vegalög“. Alþingi. Sótt 9. mars 2019.
- ↑ „80/2007: Vegalög“. Alþingi. Sótt 9. mars 2019.