Fara í innihald

Borgarbókasafn Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grófarhúsið í Tryggvagötu 15

Borgarbókasafn Reykjavíkur er almenningsbókasafn Reykvíkinga. Safnið var stofnað árið 1919 en hóf starfsemi 1923. Í safninu eru um 500.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis. Aðalsafnið er í Grófarhúsinu í Tryggvagötu en þar eru einnig til húsa Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Safnið rekur vefinn bókmenntir.is.

Útlánsstaðir safnsins eru sjö:

  • Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15
  • Borgarbókasafnið Árbæ, Hraunbæ 119
  • Borgarbókasafnið Spönginni, Spönginni 41
  • Borgarbókasafnið Gerðubergi, Gerðubergi 3-5
  • Borgarbókasafnið Kringlunni, Kringlunni við Listabraut
  • Borgarbókasafnið Sólheimum, Sólheimum 27
  • Borgarbókasafnið Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 122-124

Frá 1968 til 2022 fór bókabíll (sérinnréttaður strætisvagn) um þau hverfi þar sem ekki var útlánastaður.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy