Fara í innihald

Tjarnarbíó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tjarnarbíó

Tjarnarbíó er sviðslistahús við Tjarnargötu í Reykjavík. Það er rekið af Sjálfstæðu leikhúsunum sem vettvangur fyrir sviðslistir á vegum einstakra listamanna og hópa. Tjarnarbíó hefur líka tekið þátt í sviðslistahátíðum eins og Sequences og RVK Fringe. Leikhússtjóri er Snæbjörn Brynjarsson.

Saga Tjarnarbíós

[breyta | breyta frumkóða]

Íshúsið við Tjarnargötu var reist árið 1913 af Ísfélaginu við Faxaflóa. Eftir að félagið varð gjaldþrota 1934 eignaðist Reykjavíkurborg húsið. Það var m.a. notað af íþróttamönnum til æfinga að vetrarlagi. Knattspyrnufélögin æfðu þar og árið 1939 mun fyrsta frjálsíþróttamótið innanhúss hafa farið fram í húsinu þar sem keppt var í stökkum og kúluvarpi, var þess getið í lýsingu á mótinu að gólf íshússins hefði verið úr mjög svipuðu efni og á íþróttavellinum.[1]

Árið 1941 var samþykkt að Háskóli Íslands fengi bygginguna til afnota undir kvikmyndasýningar. Háskólinn hóf rekstur kvikmyndahúss í húsinu árið 1942, til að ávaxta fé Sáttmálasjóðs. Fyrsti forstjóri Tjarnarbíós var Pétur Sigurðsson Háskólaritari. Húsið tók 396 áhorfendur í sæti.

Kvikmyndasýningum var hætt í húsinu árið 1961 þegar Háskólabíó tók til starfa. Það hefur upp frá því verið notað til sýninga minni leikhópa. Þar störfuðu meðal annars Leikhópurinn Gríma og Leikfélag Reykjavíkur. Eftir 1970 fengu ýmsir hópar þar inni eins og kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn, Svart og sykurlaust, Herranótt Menntaskólans í Reykjavík, Stúdentaleikhúsið og Light Nights.

Árið 2008 var farið í endurbætur á húsinu sem lauk 2010. Þá tóku Sjálfstæðu leikhúsin við rekstri hússins sem hefur síðan verið nýtt undir sýningar margra sviðslistahópa.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Árbók íþróttamanna 1945, bls. 75“.


  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy