Fara í innihald

Hjalmar Branting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hjalmar Branting

Karl Hjalmar Branting (23. nóvember 1860 – 24. febrúar 1925) var sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Svíþjóðar. Branting var leiðtogi sænska Sósíaldemókrataflokksins á árunum 1907 til 1925 og einn mikilvægasti forystumaður sænskra sósíaldemókrata á upphafsárum flokksins. Hann var einnig fyrsti forsætisráðherra flokksins. Branting var þrívegis forsætisráðherra Svíþjóðar, 10. mars 1920 til 27. október 1920, 13. október 1921 til 19. apríl 1923 og loks 18. október 1924 til 24. janúar 1925.

Áður en hann varð þingmaður starfaði Branting sem blaðamaður. Branting hóf blaðamannsferil sinn árið 1884, en hann átti eftir að vera ritstjóri tímaritsins Tiden og dagblaðsins Social-Demokraten, tveggja helstu málsgagna sósíaldemókrata í Svíþjóð. Árið 1888 sat Branting í fangelsi fyrir að hafa birt grein eftir Axel Danielsson, róttækan sósíalista og einn mikilvægasta hugmyndasvið sænskra sósíalista á mótunarárum hreyfingarinnar.

Árið 1889 tók Branting þátt í stofnun Sænska sósíaldemókrataflokksins. Auk Branting er skylt að nefna August Palm sem einn frumherja flokksins. Branting var kjörinn á þing fyrir sósíaldemókrataflokknn árið 1896 og í sex ár eini þingmaður flokksins. Branting var andsnúinn hugmyndinni um byltingu, og taldi að hægt væri að umbreyta kapítalísku þjóðskipulagi innan frá og með þingræðslegum aðferðum. Branting var því í hógværari armi sósíalisdemókratafokksins. Árið 1917 klofnaði flokkurinn í kjölfar októberbyltingarinnar í Rússlandi og róttækari armur hans stofnaði sænska Kommúnistaflokkinn.

Branting fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1921 fyrir starf sitt innan Þjóðabandalagsins, en hann hafði meðal annars beitt sér fyrir því að bandalagið leysti deilu Svía og Finna um Álandseyjar.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy