Fara í innihald

Þjóðaréttarstofnunin

Hnit: 46°13′15″N 6°08′37″A / 46.220722°N 6.143681°A / 46.220722; 6.143681
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Institut de droit international
SkammstöfunIDI
EinkennisorðJustitia et Pace
Stofnun1873; fyrir 151 ári (1873)
GerðLögfræðistofnun
HöfuðstöðvarFáni Sviss Genf, Sviss
Hnit46°13′15″N 6°08′37″A / 46.220722°N 6.143681°A / 46.220722; 6.143681
AðalritariMarcelo Kohen
Vefsíðawww.idi-iil.org

Þjóðaréttarstofnunin (franska: Institut de Droit International) er alþjóðastofnun sem tileinkuð er rannsóknum og þróun á þjóðarétti. Stofnunin telur til sín marga af helstu þjóðaréttarlögfræðingum heimsins. Stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1904.[1]

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðaréttarstofnunin var stofnuð að frumkvæði Gustave Moynier og Gustave Rolin-Jaequemyns ásamt níu öðrum þjóðaréttarlögfræðingum þann 8. september árið 1873 í Salle de l'Arsenal í ráðhúsinu í Gent í Belgíu.

Þjóðaréttarstofnunin er einkarekin og telur félaga, meðlimi og heiðursmeðlimi. Samkvæmt reglum stofnunarinnar mega meðlimir og félagar undir 80 ára aldri ekki vera fleiri en 132. Stofnunin býður höfundum markverðra fræðirita um þjóðarétt aðild, með því skilyrði að þeir séu pólitískt óháðir. Stofnunin reynir að velja félaga víðs vegar að úr heiminum.

Stofnunin heldur þingfundi tvisvar á ári til að ræða þróun þjóðaréttar og leggur fram ályktanir þar sem tillögur eru settar fram um breytingar á alþjóðalögum. Stofnunin tjáir sig ekki um nein ákveðin deilumál.

Tillögur stofnunarinnar eru margvíslegs eðlis en margar þeirra snúast sérstaklega um alþjóðleg mannréttindalög og friðsamlega úrlausn milliríkjadeilna. Þetta leiddi til þess að stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1904.[2]

Stofnunin er enn virk og hélt málþing í Napólí í september árið 2009. Höfuðstöðvar samtakanna færast reglulega samkvæmt þjóðerni aðalritarans að hverju sinni. Núverandi höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Genf í Sviss.

Núverandi meðlimir stofnunarinnar eru meðal annars þekktir lögfræðingar og lögspekingar,[3] dómarar við Alþjóðadómstólinn, Alþjóðlega hafréttardóminn og Alþjóðlega sakamáladómstólinn.

Stofnunin birtir ársrit þar sem hægt er að nálgast nefndarskýrslur, umfjallanir um þingfundina og yfirlýsingar og ályktanir af fundunum. Skýrslur af stjórnarfundum, meðal annars um kosningar, eru einnig birtar í ársritinu. Á vefsíðu stofnunarinnar[4] er jafnframt hægt að nálgast yfirlýsingar, ályktanir og efni sem eftir á að birta í ársritinu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Nobel Peace Prize“ – gegnum Þjóðaréttarstofnunina.
  2. „The Nobel Peace Prize 1904“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 11. desember 2019.
  3. „IDI-Membres“. Idi-iil.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júlí 2013. Sótt 6. ágúst 2013.
  4. idi-iil.org
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy