Fara í innihald

Otto von Guericke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teikning af sýningu Otto von Guericke af því þegar 16 dráttarhross þurfti til að toga sundur Magdeborgarkúlurnar
Bók um tilraunir Otto von Guericke með brennisteinshnöttinn var gefin út árið 1672

Otto von Guericke (20. nóvember 1602 – 11. maí 1686 var þýskur vísindamaður, uppfinningamaður og stjórnmálamaður. Hann er þekktur fyrir rannsóknir sínar á lofttómi.

Otto fæddist í Magdeburg sem þá var sjálfstæð þýsk borg. Hann var við nám í Leipzig 1618 þegar þrjátíu ára stríðið braust út. Hús hans brann í innrás sem gerð var í Magdeborg og barn hans særðist af sverðshöggi en hann og kona hans voru tekin til fanga ásamt eldri syni þeirra. Kona hans og særða barnið létust seinna af þessum völdum. Í fangelsinu vann hann fyrir lausnargjaldi sínu með því að gera við úr yfirmanna hersins. Eftir nokkra mánuði var honum sleppt og hann komst að í Erfurt sem nokkurs konar borgarverkfræðingur.

Hann komst svo aftur til Magdeburgar og komst þar í virðingarstöðu í borginni. Hann gerði tilraunir með tómið en hryllingur tómsins (horror vacui) var þá talinn raunverulegur og var álitið að eitthvað hræðilegt gerðist ef tækist að mynda lofttóm.

Sumar tilraunir hans voru eins og leiksýningar. Ein frægasta tilraun hans er tilraun með Magdeborgar samlokurnar eða Magdeburgarkúluna en þá tók hann tvær hálfkúlulaga málmskálar sem hvolft var saman. Þegar lofti var dælt úr þeim hélt þungi andrúmsloftsins að utan hálfkúlunum blýfast saman. Árið 1654 sýndi hann Ferdinand 3. keisara og þýskum þingmönnum að það þurfti 16 dráttarhross til að ná sundur kúlunum. Guricke fann upp sogdæluna. Hann gerði ýmsar tilraunir við mismunandi þrýsting og uppgötvaði að klukkuhljómur heyrist ekki í lofttómi, logi deyr og fiskar og fuglar deyja strax en vínber var unnt að geyma í sex mánuði í lofttómi. Hann upgötvaði að andrúmsloft er misþungt og heitt loft er léttara en kalt og hann mældi þunga andrúmsloftsins með 10 m háum loftþyngdarmæli úr vatni sem hann setti utan á hús sitt í Magdeborg.

Árið 1663 bjó Guericke til rafmögnunarvél. Á tímum Guerickes kom halastjarna nálægt jörðu og vakti forvitni hans. Hann taldi að halastjarnan væri úr brennisteini en hali hennar rafmagnaður. Hann ákvað að skoða það með því að gera lítið segulmagnað líkan af jörðinni og lét blása stóra glerkúlu sem hann fyllti með brennisteinsmylsnu og bræddi síðan í einn klump og braut svo glerið, setti brennisteinskúluna á tréskemil þar sem henni var snúið og hún nérist við undirstöðuna. Þegar hart var snúið fór kúlan að lýsa og brak frá rafgneistum heyrðist.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy