Fara í innihald

Vetrarólympíuleikarnir 1956

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Parakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum 1956

Vetrarólympíuleikarnir 1956 voru vetrarólympíuleikar sem haldnir voru í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu frá 26. janúar til 5. febrúar árið 1956. Cortina, sem er í Dólómítunum í Ítölsku Ölpunum, átti upphaflega að halda leikana 1944 sem var hætt við vegna heimsstyrjaldarinnar.

Alls tóku 32 lönd þátt í leikunum. Sovétríkin voru sigursælust með sjö gullverðlaun en þetta voru aðrir ólympíuleikarnir sem þau tóku þátt í og fyrstu vetrarólympíuleikarnir. Keppt var í átta greinum: bobbsleðabruni, íshokkíi, listdansi á skautum, skautahlaupi, alpagreinum, skíðagöngu, norrænni tvíþraut og skíðastökki. Þetta var í síðasta sinn sem keppt var í listdansi á skautum utandyra á vetrarólympíuleikum.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy