Fara í innihald

Flóðbylgja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flóðbylgja á Tælandi árið 2004.

Flóðbylgja er röð bylgja sem verða til þegar vatn (t.d. sjór) er snögglega fært úr stað. Flóðbylgjur geta verið af ýmsum stærðum og afar afstætt hvað menn kalla því nafni. Mestu flóðbylgjur sem verða á heimshöfunum nefnast tsunami á alþjóðlegum vettvangi. Orðið tsunami er komið úr japönsku, bein þýðing á því er hafnarbylgja. Tsunami-flóðbylgjur eru orkuríkar bylgjur sem borist geta langar leiðir um höf eða vötn og valdið tjóni fjarri upprunastað sínum. Slíkar bylgjur geta risið af völdum loftsteina, jarðskjálfta, eldsumbrota, neðansjávarsprenginga, skriðufalla, snjóflóða og á fleiri vegu (skjálftaflóðbylgja, eldgosaflóðbylgja, skriðuflóðbylgja, snjóflóðaflóðbylgja o.s.frv.). Flóðbylgjur geta verið í mörgum stærðum.


  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy